en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3685

Title: 
  • Title is in Icelandic Umskurður kvenna í Afríku. Leikið til lausnar
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Umskurður kvenna er stundaður í 28 ríkjum Afríku og skiptir Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) aðgerðinni upp í fjóra flokka eftir alvarleika. Erfitt hefur reynst að rekja uppruna umskurðar og finna út úr því hvort hann sé trúarleg eða félagsleg athöfn. Lögfræðingurinn og félagsfræðingurinn Elizabeth Heger Boyle vísar einfaldlega til hefðar en Ellen Gruenbaum mannfræðiprófessor segir hann eiga sér flókna samfélagslega skýringu. Margir vilja bendla hann við íslamstrú en hann tíðkast þó einnig meðal annarra trúarbragða. Einnig er því oft haldið fram að það séu einungis karlmenn samfélaganna sem sjá til þess að umskurði sé viðhaldið en þekkt er að konur hafi sínar ástæður. Þær sem hinsvegar eru á móti áframhaldandi iðkun hafa barist fyrir réttindum sínum og kynsystra sinna með ýmsum hætti en aukin menntun virðist vera lykillinn að bættri stöðu kvenna. Leikhús hinna kúguðu var stofnað af Augusto Boal 1979 en hún gæti hentað vel sem kennsluaðferð í baráttunni við umskurð kvenna.

Accepted: 
  • Sep 25, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3685


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
pd_fixed.pdf204.04 kBLockedHeildartextiPDF