is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36850

Titill: 
 • Greining á eineltisáætlunum grunnskóla og forvarnaráherslum þeirra
 • Titill er á ensku Evaluation of bullying prevention programs in elementary schools in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að greina innihald eineltisáætlana grunnskóla landsins með sérstöku tilliti til forvarnarþáttar þeirra. Einelti hefur töluvert verið rannsakað hér á landi en greining á eineltisáætlunum hefur ekki verið framkvæmd áður, svo vitað sé til. Rannsóknarspurningar lutu að þremur þáttum: innihaldi eineltisáætlana, hvort munur væri á innihaldi þeirra eftir landshlutum og hvers konar forvarnir grunnskólar eru helst að styðjast við. Grunnskólar og forvarnir gegna veigamiklu hlutverki í baráttunni gegn einelti og því er mikilvægt að kanna innihald eineltisáætlana.
  Skoðaðar voru allar eineltisáætlanir þeirra grunnskóla sem voru með þær aðgengilegar og voru þær 148 talsins. Vert er að taka fram að sjálfstætt starfandi grunnskólar voru ekki viðfangsefni þessarar rannsóknar. Rannsóknin var megindleg og notast var við innihaldsgreiningu á fyrirliggjandi gögnum frá grunnskólum sem sótt voru af heimasíðum þeirra. Við innihaldsgreiningu var útbúinn gátlisti sem notaður var sem kóðunarkerfi til að tryggja að allt innihald gagna væri greint á sama hátt. Unnið var úr niðurstöðum með tölfræðiforritinu Excel.
  Niðurstöður benda til að mikil þörf sé á að endurbæta eineltisáætlanir grunnskólanna en flestar þeirra eru aðgerðaráætlanir sem notaðar eru þegar einelti hefur komið upp en ekki áætlanir um það hvernig eigi að fyrirbyggja einelti. Niðurstöður sýndu að einnig er þörf á heildstæðum gagnreyndum eineltisáætlunum. Niðurstöður sýndu enn fremur að fjalla þarf meira um samvinnu og þátttöku foreldra og nemenda sem og að grunnskólar þurfi að kynna áætlanir sínar betur. Þá benda niðurstöður einnig til að skortur sé á fræðslu fyrir starfsfólk um einelti.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar bæta við þá þekkingu sem þegar er til staðar og þær má nota til að gera endurbætur á eineltisáætlunum í grunnskólum landsins og gera þannig gott starf enn betra.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to evaluate prevention programs in elementary schools in Iceland with specific regard to their prevention component. Bullying has been extensively studied in Iceland, however evaluation of bullying programs has not been carried out before, as far as is known. The research questions focused on three factors, the content of the bullying prevention programs, whether their content differed by region and what types of preventions schools are utilising. Elementary schools and prevention play a crucial role in the fight against bullying and therefore it is important to explore this further.
  All the accessible bullying preventions programs were evaluated, 148 in total. It should be noted that independent schools were not the subjects of this study. The study was quantitative and in its execution a content analysis of available data, from the elementary schools, was retrieved from their websites. Content analysis was completed with a checklist that was used as a coding system to ensure that all data contents were analyzed in the same way. The statistical software Excel was used to process the results.
  The results indicate that there is a great need to reform the bullying prevention programs in schools. Most of them are programs used when bullying has already occurred, but not programs on how to prevent bullying. The results showed that comprehensive evidence-based bullying programs are necessary. The results also showed that greater emphasis should be placed on cooperation and participation of parents and students, and elementary schools need to introduce their programs in a better way. The results also indicate that training to counter and deal with bullying is lacking for school staff.
  The results of this study add to the knowledge already available and can be used to improve bullying prevention programs in elementary schools in Iceland and thus make an already good system even better.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining á eineltisáætlunum grunnskóla og forvarnaráherslum þeirra.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf232.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF