is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36851

Titill: 
  • Upplifun jógakennara af aðlöguðu jóga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lítið er til af rannsóknum sem fjalla um jógaiðkun fatlaðs fólks. Er þá bæði átt við hvort iðkuninni fylgi ágóði og hvernig aðlaga megi kennsluna að þörfum fatlaðra einstaklinga. Markmið þessarar rannsóknar er í tveimur hlutum. Fyrra markmiðið er að rannsaka upplifun jógakennara af að aðlaga jógatíma að fötluðum einstaklingum, á öllum aldri, og hvaða áhrif þeim finnist jógað hafa haft á þá sem stunda það, séu þau einhver, líkamlega jafnt sem og andlega. Seinna markmiðið er að skoða, og gera grein fyrir, hvernig megi aðlaga jóga að fötluðum einstakling eða hóp fatlaðra einstaklinga. Sem sagt, kennslufræðileg nálgun á aðlöguðu jóga fyrir fatlaða. Sökum þess hversu lítið efni er til um jógaiðkun fatlaðra einstaklinga byggist þessi rannsókn á eigindlegri aðferðafræði. Tekin voru einstaklingsviðtöl við fimm jógakennara með reynslu af að kenna fötluðu fólki jóga. Niðurstöður viðtalanna spegluðust vel á við það fræðilega efni sem þó var til um málefnið. Sé jógakennslan einstaklingsmiðuð að öllu leyti getur hún leitt af sér mikinn ágóða fyrir fatlað fólk, rétt eins og ófatlað. Má þar nefna aukinn líkamlegan styrk, betri öndunartækni og aukna getu til að slaka á líkamanum sem getur svo haft jákvæð áhrif á svefn einstaklingsins. Einnig getur iðkuninni fylgt aukið sjálfstraust og trú á eigin getu sem smitast út í hið daglega líf. Þessi rannsókn nýtist meðal annars jógakennurum og aðstandendum fatlaðs fólks sem vill kynna sér hvernig aðlaga megi jóga að þörfum fatlaðra einstaklinga. Hér hefur verið tekið saman efni úr ýmsum áttum sem myndar heilstæða mynd af aðlöguðu jóga. Rannsóknin er því gott fyrsta skref í upplýsingaöflun áhugasamra um málefnið. Einnig er hún á íslensku en hingað til hefur lítið efni verið til um aðlagað jóga á íslensku.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36851


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-upplifun-jógakennara-af-aðlöguðu-jóga-lokaútgáfa.pdf583.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-edited.pdf38.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF