is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36854

Titill: 
  • "Þetta bjargaði lífi mínu" : félagslegur ávinningur rafíþróttaiðkunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rafíþróttir eru byrjaðar að skipa sér sess á Íslandi og eru íþróttafélögin hver á eftir öðrum byrjuð að setja upp rafíþróttadeildir innan sinna stofnanna og eru einnig sjálfstæð rafíþróttafélög að skjóta kolli sínum upp í auknum mæli víðsvegar á landinu. Tölvuleikjaspilun hefur í gegn um tíðina verið kennd við neikvæða lifnaðarhætti og dvínandi heilsu og hafa flestar rannsóknir og fræðirit beint sjónum sínum að þessari neikvæðu hlið tölvuleikja. Með þeirri umgjörð og auknu skipulagi sem er byrjað að myndast í kring um tölvuleikjaiðkun á Íslandi er hægt að álykta, með stuðningi fyrri rannsókna um skipulagt tómstundastarf og áhrif aukins félagsnets á vellíðan, að þessi umgjörð í kring um tölvuleikjaiðkun hafi áhrif á félagslega heilsu og þar með vellíðan iðkenda. Með þessari rannsókn er markmiðið að fá skýrari sýn á það hvort skipulagt rafíþróttastarf hafi áhrif á vellíðan einstaklinga í gegn um félagslegan ávinning. Notast var við hentugleikaúrtak á vali á þátttakendum og voru borin saman svör þátttakenda við niðurstöður fyrri rannsókna og fræðirita. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós jákvæðan félagslegan ávinning í gegn um aukið félagsnet vegna iðkunar rafíþrótta. Með þessum niðurstöðum er varpað ljósi á þá jákvæðu þætti sem rafíþróttir geta haft í för með sér ef rétt er farið að og er hægt að nýta niðurstöður rannsóknarinnar sem stoðgrind í frekari uppbyggingu rafíþróttastarfs hjá stofnunum og félögum landsins.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valgeir og Þorkell - Lokaritgerð (BA) - Tómstunda- og félagsmálafræði.pdf529.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fylgiskjal.pdf926.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF