is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36855

Titill: 
 • Mundu að hafa húmor - og plan B : fagleg starfskenning í mótun
 • Titill er á ensku Remember your sense of humor – and plan B : professional working theory in shaping
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Starf kennara er fjölbreytt og oft á tíðum krefjandi og það er hverjum kennara mikilvægt að skoða það sem hann gerir í kennslunni, hvernig hann tengir það við fræðin og hver siðferðileg gildi hans eru. Fagleg starfskenning kennara er í sífelldri mótun og öll reynsla hans hefur áhrif á hana. Tilgangur rannsóknarinnar var að átta mig á hvernig fagleg starfskenning mín hefði þróast frá því að ég hóf störf í framhaldsskóla árið 2004 og markmið hennar var að fara í gegnum kennsluferil minn og skrá reynslu mína og bera kennsl á þá atburði sem fengu mig til þess að endurskoða kennsluna og/eða þær kennsluaðferðir sem ég notaði.
  Starfstengd sjálfsrýni varð fyrir valinu sem rannsóknaraðferð og til þess að umbreyta minningum og frásögnum í trúverðug gögn studdist ég við aðferðir til að vinna með minni og sjálfsviðtöl. Ég skoðaði kennsluferil minn og safnaði saman gögnum sem ég fór svo í gegnum skipulega, eftir tímabilum og bar þannig kennsl á og skrásetti atriði og aðstæður sem fengu mig til að endurskoða starf mitt og starfshætti. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fagleg starfskenning mín hafi þróast mest í samskiptum og samstarfi við aðra kennara. Í gegnum samræðuna hef ég rökstutt val mitt á kennsluaðferðum og séð hvar breytinga er þörf. Í aðstæðum þar sem ég hef starfað gegn faglegri starfskenningu minni, hef ég gert mér grein fyrir gildum mínum og séð hvaða áhrif þau hafa haft á starfið og val á aðferðum. Þessi rannsókn hefur sannfært mig um mikilvægi þess að kennarar ræði saman um starf sitt, um hvað þeir gera í tíma, hvaða fræðum þeir byggja starf sitt á og hvaða gildi þeir hafa. Þeim mun meira sem kennarar ræða faglega starfskenningu sína þeim mun betri verða þeir í því.

 • Útdráttur er á ensku

  A teacher’s job is diverse and often demanding. It is, therefore, important for each teacher to look at what they do in their teaching, what the theory behind it is and what their moral ethics are. Teacher’s professional working theory is constantly being shaped and influenced by their experience. The purpose of this research is to realize how my professional working theory has evolved since I started teaching in upper secondary school in 2004, and the goal was to go through my teaching career and record my experience and identify the events that made me reevaluate my teaching and/or the teaching methods I was using.
  I chose self-study of educational practices as a research method and to transform those memories and stories into reliable data I used memory work and self-interviews. I looked at my teaching career and collected data that I went through, periodically, and identified and recorded items and circumstances that led me to review my work and practice. The results of the research indicate that my professional working theory has evolved most in communication and collaboration with other teachers. Through the conversation, I have justified my choice of teaching methods and seen where change is needed. In situations where I have worked against my professional working theory, I have realized my values and seen how they have affected the job and the choice of methods. This study has convinced me of the importance of teachers discussing their work, what they do in class, what theory they base their work on, and what values they have. The more teachers discuss their professional working theory, the better they will get at it.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valgerdur Osk Einarsdottir.pdf5.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf64.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF