is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36856

Titill: 
 • Áhrif uppeldisaðferða á menntun barna : „Þau virtust alltaf vera upptekin ef það var eitthvað um að vera í skólanum“
 • Titill er á ensku The effects of parenting methods on children‘s education : „They always seemed to be busy when something was going on in school“
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða áhrif afskiptaleysis foreldra eða forráðamanna á námsárangur og námsferil barna. Einnig verður skoðað hver eru áhrif áhuga- eða afskiptaleysis til lengri tíma hvað menntun og starfsframa varðar. Þátttakendur í rannsókninni eru 6 talsins, sem eiga það sameiginlegt að hafa upplifað afskiptaleysi af ýmsum toga af hendi foreldra, bæði almennt afskiptaleysi og sér í lagi gagnvart námsferli þeirra.
  Gögnum er safnað með viðtölum við hvern einstakling fyrir sig með því að nota eigindlega tilviksrannsókn. Rannsóknarspurningin sem leitast verður eftir að svara er: Hvaða áhrif geta foreldrar haft á námsárangur barna sinna með skorti á þátttöku og stuðningi í námi þeirra? Undirspurningin er: Hvaða áhrif hefur áhugaleysið á áhuga barnanna á áframhaldandi námi eða starfi í framtíðinni? Niðurstöður úr viðtölum eru greindar og bornar saman við þau líkön og fræðigreinar sem til eru um efnið. Meðal annars verða skoðaðar uppeldisaðferðir og áhrif þeirra, alvarleiki og áhrif afskiptaleysis foreldra á einstaklinga, félagslegir áhrifaþættir og síðast en ekki síst samspil foreldra og skóla.
  Helstu niðurstöður benda til þess að viðmælendur eigi það sameiginlegt að hafa annað hvort alist upp á brotnum heimilum þar sem óregla var ríkjandi, með einhleypu foreldri, eða á heimili þar sem annað foreldrið var mikið fjarverandi. Áhrif þess birtast m.a. í litlum afskiptum og stuðningi gagnvart námi, minni aga og almennt áhugaleysi á öllu sem við kemur skólastarfi og þátttöku í því. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að afleiðingar þess að ganga í gegnum grunnskóla með lítinn stuðning og engin markmið geta verið alvarlegar. Þær birtast ekki eingöngu í takmarkaðri menntun, heldur sýna niðurstöður mínar að þeir sem alast upp við þær aðstæður sem viðmælendurnir gerðu eru í meiri hættu á því að leiðast út í óreglu. Viðmælendur greindu frá því að þeir hafi að mörgu leiti áttað sig á mikilvægi menntunar þegar það var orðið of seint. Niðurstöður sýna mikilvægi aðkomu foreldra að námi barna og að börnum sé sýndum stöðugur stuðningur, sérstaklega á fyrstu árum skólagöngunnar.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study is to research and to perform an analysis on what are effects of lack of parental involvement on children‘s academic career and achievements later on in life. Also to inspect further the effects on children’s views and opinions on the importance of education in order to increase possibilities regarding profession in the future. The participants in this study all have in common that they have experienced lack of interest or even neglect from their parents or guardians in their elementary school years.
  In this qualitative study, interviews were taken with six individuals. The aim of the study was to understand and answer what effects parents have on their children’s education by not showing them support or interest. Also on what the same children’s views are towards the value of having a good education. The results from each interview are analysed
  and outcomes compared. The outcomes will also be analysed with respect to theoretical background, such as research papers, other studies, and books on the subject. Parenting styles, effects of neglect, social factors and the relationship between families and school are among the subjects of this paper.
  The results indicate that participants have in common that they have grown up in broken homes without support, with a single parent or in a home where at least one parent was away for long periods at a time. The main effects are lack of support with studies, lack of discipline and general lack of interest in parent to school participation. The conclusions drawn from the results are that both lack of support and lack of goal setting can have serious consequences. Not only that those individuals will have lower education levels, also that they are more likely to become addicted to alcohol or other substances. The participants said that they found out how important education and school is when it was already too late. Finally, the results show how important it is for parents to show their children interest and support, especially when the children are in the first years of their academic careers.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M_Ed-Ahrif-uppeldisadferda-a-menntun-barna_VEO.pdf663.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
M_Ed_Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_VEO_pdf.pdf252.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF