is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36859

Titill: 
 • Þróun á þátttöku kvenna í íþróttagreinum innan ÍSÍ frá 1994-2017
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á Íslandi hefur iðkendum í íþróttum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fjölgað mikið frá árinu 1994 til 2017. Um 72 þúsund karlar og 46 þúsund konur voru skráðir íþróttaiðkendur innan ÍSÍ árið 2017. Samkvæmt þessum iðkendatölum frá ÍSÍ eru færri kven- en karliðkendur í flestum íþróttagreinum innan ÍSÍ að undanskildu blaki, dansi, fimleikum og listskautum.
  Markmið verkefnisins er að greina þróun á þátttöku kvenna í íþróttagreinum innan ÍSÍ frá 1994-2017. Slík rannsókn á þróun þátttöku kvenna í íþróttum hefur að mér vitandi ekki verið gerð áður.
  Rannsóknin er megindleg og er unnin upp úr gögnum frá ÍSÍ og rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknir og greining (R&G). Gögn frá ÍSÍ sem voru kynjaskipt eru einungis aðgengileg frá árinu 1994, fyrir þann tíma eru ekki til heildstæð gögn sem eru kynjaskipt. Síðustu aðgengilegu upplýsingarnar frá ÍSÍ eru frá árinu 2017, því er þetta tímabil sett sem athugunar¬¬tímabil rannsóknarinnar. Til að fá ítarlegri gögn var líka unnið upp úr gögnum frá R&G, þau gögn ná eingöngu til stúlkna á grunnskólaaldri.
  Niðurstöður sýna nær stöðuga fjölgun kvenna í íþróttum innan ÍSÍ frá 1994-2017. Hlutfall kveniðkenda, innbyrðis eftir íþróttagreinum, hefur breyst á þessum tíma. Fjórar fjölmennustu íþróttagreinarnar innan ÍSÍ, knattspyrna, hestaíþróttir, fimleikar og golf hafa bætt við sig hlutfallslega fleiri kveniðkendum en aðrar íþróttagreinar. Í badminton, frjálsíþróttum, handknattleik, skíðum og sundi hefur kveniðkendum fækkað og prósentuhlutfall þeirra lækkað á árabilinu 1994-2017.

 • Útdráttur er á ensku

  In Iceland, the number of athletes in sports within the Sports and Olympic Association of Iceland (ÍSÍ) increased significantly from 1994 to 2017. About 72 thousand men and 46 thousand women were registered sports athletes within ÍSÍ in 2017. According to the practitioners list from ÍSÍ, there are fewer female sport-participations than men sport-participations within ÍSÍ, except for volleyball, dance, gymnastics and archery.
  The project aims to analyze the development of women's participation in sports in the ÍSÍ from 1994-2017. Such a study of the development of women's participation in sports has not been conducted before, to my knowledge.
  The study is quantitative and is compiled from data from ÍSÍ and the Icelandic Center for Social Research & Analysis (R&G). Data from ÍSÍ that were gender-segregated are only available from 1994, before that time there is no comprehensive data that were gender-segregated. The last available information from the ÍSÍ is from 2017, therefore this period is set as the observation period of the study. For more detailed data, R&G data were also compiled, which only applies to girls of primary school age.
  The results show almost a steady increase in the number of women in sports within ÍSÍ from 1994-2017. The proportions of female students, within each sport, have changed during this time. Four of the most popular sports in ÍSÍ, soccer, equestrian, gymnastics and golf, have added proportionally more female participants than other sports. In badminton, athletics, handball, skiing and swimming, the number of female athletes has decreased in numbers and their percentages rate have decreased over the period 1994-2017.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VilhelmMárBjarnason_Mastersverkefni_throun_a_thatttoku_kvenna_i_ithrottagreinum_innan_isi_fra1994-2017_02.06.20.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Vilhelm_Mar_Bjarnason_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_01.06.20.pdf225.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF