is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36861

Titill: 
  • Ávinningur af spunaspilum í félagsmiðstöðvum : klúbbastarf í félagsmiðstöðvum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um notagildi spunaspila í klúbbum í félagsmiðstöðvum. Spunaspil er sér flokkur spila þar sem fólk styðst við spuna og leikaraskap og getur haft áhrif á spilið sjálft og sögu þess. Stór partur af spunaspilinu felst í því að sett eru á svið einhvers konar átök sem spilararnir eiga svo að takast á við. Spunaspil geta höfðað til mjög margra og myndast þar með tækifæri til að blanda saman fjölbreyttum hópi ungmenna, ekki síst þeim sem hafa sterka félagslega stöðu við ungmenni sem standa höllum fæti félagslega. En þó eru einnig önnur notagildi spunaspila fyrir ungmennin sem eru ekki eins augljós, eins og að læra grunnatriði stærðfræðinnar, fletta upp í handbókum, að þjálfast í að skilja og tala ensku og að þjálfast í að leita sátta milli spilaranna svo dæmi séu nefnd. Spunaspil í klúbbastarfi er frábær vettvangur til þess að æfa slíkt, einkum undir leiðsögn starfsmanns í félagsmiðstöðinni. Hér verður varpað ljósi á það hvernig hægt sé að nota spunaspil í félagsmiðstöðvunum og hver sé raunverulegi ávinningurinn af slíku klúbbastarfi. Einnig verður skoðað hvaða spil henti best fyrir hina ýmsu hópa ungmenna og hvaða lærdómsgildi gætu verið fólgin í spilinu.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36861


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ávinningur af spunaspilum í félagsmiðstöðvum.pdf388,99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing um meðferð lokaverkefnis.pdf82,86 kBLokaðurYfirlýsingPDF