is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36863

Titill: 
 • Þetta er bara svo gaman : innleiðing á Erasmus+ verkefni í Grænaskóla
 • Titill er á ensku It’s just so much fun : implementation of an Erasmus+ project in Græniskóli
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Að fá tækifæri til að taka þátt í Erasmus+ verkefni hefur auðgað starf mitt sem kennari, ekki síst það að fá tækifæri til að leiða verkefni af þessari gerð fyrir skólann minn. Til að öðlast innsýn í hvernig mér tækist til við að innleiða slíkt verkefni í Grænaskóla ákvað ég að gera starfendarannsókn. Tilgangurinn var að læra af eigin raun hvernig innleiðingarferlið gengi fyrir sig og um leið að efla sjálfa mig sem leiðtoga. Ég tók fyrst þátt í verkefni á vegum Evrópusambandsins árið 2009 og þá sem almennur þátttakandi. Ég var beðin um að taka að mér hlutverk leiðtoga við innleiðingu á verkefni haustið 2018. Þar sem ég var í masternámi þá ákvað ég að nýta tækifærið og gera rannsókn á því hvernig þetta verkefni gengi. Starfendarannsóknir urðu fyrir valinu vegna möguleika á að öðlast nýja sýn á sjálfa mig sem leiðtoga og afla þannig þekkingar fyrir skólann með þátttöku í slíkri rannsókn. Rannsóknin var unnin haustið 2019 og í byrjun árs 2020. Rannsóknargögn voru eigin rannsóknardagbók þar sem ég skráði vangaveltur mínar og hugrenningar, spurningalistar sem lagðir voru fyrir nemendur og starfsfólk sem fór í ferðir á vegum verkefnisins og könnun sem lögð var fyrir sextán nemendur í öllum þátttökuskólunum. Fulltrúar í Erasmus+ nefndinni voru rannsóknarvinir mínir.
  Helstu niðurstöður benda til að innleiðingin hafi gengið vel og tel ég að sú reynsla sem ég bjó yfir með fyrri þátttöku í alþjóðaverkefnum hafi hjálpað þar til. Bæði kennarar og nemendur töldu allt skipulag og umstang í kringum ferðir á vegum verkefnisins hafa gengið vel sem varð til þess að þeir komu glaðir heim. Einnig kom í ljós að gagnlegt gæti verið fyrir skólann að hafa starfandi alþjóðafulltrúa sem sæi til dæmis um verkefni af þessari gerð.
  Með rannsókn þessari hef ég öðlast betri sýn á sjálfa mig sem leiðtoga, tel mig þekkja betur þau gildi sem ég vil starfa eftir og hræðist síður að taka að mér ögrandi verkefni en fyrr. Ég tel að gott sé fyrir kennara að fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, axla ábyrgð og taka þátt í ákvörðunum og breytingum á skólastarfinu eins og tilgangurinn er með Erasmus+ verkefnum. Starfendarannsókn er gagnleg leið fyrir kennara til að auka fagmennsku sína og faglegt sjálfstraust.

 • Útdráttur er á ensku

  Getting the opportunity to participate in the Erasmus+ project Active has enriched my work as a teacher, not least through the opportunity to lead this type of project for my school. To gain insight into how to implement such a project in my compulsory school, Græniskóli, I decided to conduct action research. The aim of the research was to learn from personal experience how the implementation process works while also developing my professional leadership skills.
  I first took part in a project under the auspices of the European Union in 2009, at that time as a general participant. I was later asked to take on the role of leader in implementing Active in the autumn of 2018. Since I was taking my master’s degree, I decided to use that opportunity to research the actual implementation of the project in the school. I chose the action research methodology because of the possibility of gaining a new conception of myself as a leader; and thus acquire knowledge for the school through participation in such research.
  The research was conducted in the autumn of 2019 and the beginning of 2020. The research data was my own research journal, in which I recorded my speculations and thoughts; questionnaires submitted to students and co-workers that went on trips under the auspices of the project; as well as a questionnaire submitted to sixteen students in all participating schools. Members of the Erasmus+ committee were my research collaborators.
  The main conclusions indicate that the implementation has been successful, and I believe that the experience I gained through my participation in the previous international projects has helped. Both teachers and students felt that all the organization and bustle involved in the project’s trips led to success, which made them happy when they returned home. It also appeared that it could be useful for the school to have an international representative that would, for example, oversee this kind of project.
  Through this research I have gained a better vision of myself as a leader. I feel like I have a better grasp on what values I want to work by; and am less afraid to take on challenging projects. I believe it is good for teachers to get the opportunity to show what they can do, take responsibility, participate in decisions and changes in education in accordance with the purposes of the Erasmus+ projects. Action research is a useful way for teachers to increase their professionalism and professional confidence.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þorgerður Guðmundsdóttir_loka..pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
viðhengiHÍ.pdf57.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF