is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36865

Titill: 
 • Umhverfi skólamötuneyta : í 15 íslenskum grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fyrir um 25 árum síðan var sett í lög að íslensk grunnskólabörn ættu að eiga kost á máltíð í skólanum í hádeginu. Á sínum tíma þurftu allir grunnskólar landsins að bregðast við og koma á fót skólamötuneytum. Aðstaða barna til að matast getur haft mikið að segja um upplifun og líðan þeirra. Þeir þættir sem hafa áhrif á matarupplifun einstaklinga eru m.a. tími til að matast, þægindi, vinir, umhverfið og uppröðun. Matarhegðun fólks er að miklu leyti tilkomin af því sem börnin alast upp við og því eru skólamötuneyti mikilvægur hlekkur í að kenna börnum að borða heilsusamlega.
  Verkefnið byggir á athugunum á 15 skólamötuneytum og er annars vegar unnin úr gögnum rannsóknarinnar Skólamáltíðir á Norðurlöndum (ProMeal) og gögnum sem undirrituð safnaði vorið 2019 á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Notaður var gátlisti sem fyllt var inn í við heimsókn í hvern skóla og fylgst með skólamáltíðum nemenda. Skólastjórnendur fengu jafnframt spurningalista til að fylla út. Niðurstöður voru settar inn í Excel þar sem unnið var úr völdum atriðum sem snúa að umhverfi skólamötuneyta og rýnt í niðurstöður og skólar bornir saman.
  Niðurstöðurnar sýndu að flestir skólar geta gert betur á mörgum sviðum, en þar á meðal eru t.d. notalegheit, tíminn sem nemendur fá til að matast, skömmtun, hljóðvist og handþvottur. Það er von höfundar þessarar ritgerðar að í framhaldinu verði hlúð betur að aðstöðu nemenda í mötuneytunum og að stjórnendur og starfsfólk skólamötuneyta nýti sér niðurstöður og tillögur til úrbóta til að betrumbæta enn frekar skólamötuneytin sín.

 • Útdráttur er á ensku

  25 years ago, laws were put in place that Icelandic children in elementary schools should have the option for a hot meal at lunch time. This decision meant that all schools now had to open up a cafeteria for their pupils. The atmosphere of school cafeterias can have a lot to say about how kids experience and feel during their lunch time. Many aspects can affect how people experience or enjoy food. Aspects such as the time they have to eat, comfortability, friends, environment and alignment. How people behave around food is mostly attributable from their upbringing and are school cafeterias therefore an important link in teaching children how to eat healthy.
  This assignment is built on visits to 15 school cafeterias. It includes data from a research called “Skólamáltíðir á Norðurlöndunum” (School meals in the Nordic countries)(Promeal) and data that the author collected in the spring of 2019 in the great Reykjavík area and in the southern part of Iceland. A checklist was used in every visit to the schools and pupils watched during their lunch break. School administrators also got a question list to fill out and were the results put in an Excel file where schools were compared with important factors.
  The results show that most schools can do better in many areas. For example loudness in the school cafeterias, time pupils have to eat, size of rations, handwash and coziness. The author of this essay sincerely hopes that the results and ideas of improvement that this essay finds may encourage school administrators to improve even greater their school cafeterias.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thora_kjartansdottir.pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
thora_kjartansdottir_yfirlysing.pdf735.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF