is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36868

Titill: 
  • "Án gríns, ef maður pælir í því þá er lífsleiknikennsla álíka mikilvæg og að drekka vatn eða bursta í sér tennurnar." : viðhorf framhaldsskólanemenda til lífsleiknikennslu
  • Titill er á ensku "No joke, if you think about it, then life-skills education is equally important as drinking water or brush your teeth" : students' perspectives on life skills education in junior college
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni verkefnisins er lífsleiknikennsla í framhaldsskólum séð frá sjónarhorni nemenda. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á lífsleiknikennslu í framhaldsskólum og skoða hvort viðhorf nemenda séu í takt við markmið námsins eins og þeim er lýst í aðalnámskrá, greinanámskrá í lífsleikni og fleiri stefnuskjölum. Í skólanámskrám koma fram mörg markmið í lífsleikni en í flestum framhaldsskólum er einungis einn lífsleikniáfangi. Lífsleikni á sér ekkert sérstaklega langa sögu sem námsgrein í skólum hér á landi. En í stuttu máli gengur lífsleikni á framhaldsskólastigi út á það að stuðla að því nemendur verði að heilsteyptum einstaklingum og efla alhliða þroska þeirra. Ritgerðin byggist upp á rýnihópaviðtölum við átta hópa, í hverjum hópi eru tveir til fjórir nemendur. Viðtöl eru tekin við nemendur í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu, tvo hópa í hverjum skóla. Viðtölin eru tekin við nemendur á lokaári í framhaldsskóla sem allir hafa lokið lífsleikniáfanga. Skoðað er hvað situr eftir hjá nemendum, hvernig þeir upplifðu lífsleiknina og viðhorf þeirra til hennar. Rödd nemenda er mikilvæg og er því nauðsynlegt fyrir kennara og skipuleggjendur í lífsleiknikennslu að heyra hana. Mikilvægt er fyrir kennara að sjá hvað virkar, hvað situr eftir að áfanga loknum og hvernig nemendur líta á fagið eftir að hafa lokið því. Skoðanir og túlkanir nemenda á lífsleikni eru mismunandi, því er mikilvægt að viðtölin séu tekin við mismunandi hópa í mismunandi skólum til að fá mismunandi sjónarhorn og upplifanir. En í lokin er þetta spurning um hvort viðhorf nemenda endurspegli stefnuskjöl í lífsleikni og ef ekki þurfum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert betur? Niðurstöður þessarar ritgerðar leiða það í ljós að nemendur eru ekki alveg klárir á því hvað felst í lífsleikni, hvað sé ætlast til af þeim og hver tilgangurinn með kennslunni sé. Lífsleikni er sögð vera fag til að undirbúa nemendur fyrir lífið og vettvangur fyrir þá til að læra á sjálfa sig, því er hún mikilvæg og þarf meiri umfjöllun.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this project is Life skill teaching in Junior colleges from the student’s view-point. The goal of the project is to shed light on Life skill teaching in Junior colleges and to see if the students attitude towards the learning is in line with the goals of the learning as it is prescribed in the general section of the National Curriculum Guide, the Life skills curriculum and other policy documents. School Curricula have various Life Skill goals but in most Junior Colleges there is just one Life Skills course. Life Skills education does not have a long history as a subject in Icelandic schools. In short, the purpose of Life Skills education in Junior Colleges is to develop the student's skills in a comprehensive way and help him/her to grow into a sound individual. This essay is built upon eight focus group interviews, each group has two, three or four students. The interviews are taken with students from four Junior Colleges in the Great Reykjavik area, two groups in each school. The students were in their final year at the time of the interview and all had finished a Life Skills course. What the students take with them after the Life Skills course, how they experienced it and their opinion on it, are examined. The student’s opinion is important and that is why it is essential for teachers and planners of Life skill teaching to hear it. It is of great value for teachers to see what works, what remains in the minds of the students and how they look upon the course after finishing it. The students' opinions and interpretation of the Life Skills course can be very diverse, that is why it is necessary to interview different groups in different schools to get different perspectives and experiences. And, finally, the project explores whether the students' viewpoints reflect the curricula objectives for the Live Skills course? And if not, do we need to ask us the question: What can we improve? Life skills teaching is meant to prepare students for living their life and help them to get to know themselves, that is why Life skill teaching is important and needs more review.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórunn Bríet MEd ritgerð.pdf652.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf123.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF