is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3687

Titill: 
  • Mörk samþykkis, áhættutöku og eigin sakar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hugtökin „samþykki“, „áhættutaka“ og „eigin sök“ sem öll eru mikilvæg í skaðabótarétti. Öll þrjú hugtökin leiða til þess að bætur tjónþola falla niður að nokkru eða öllu leyti og eru þau að því leytinu til keimlík. Því mun í ritgerðinni leitast við að bera þau saman og draga fram annars vegar hvað er sameiginlegt með þeim og hins vegar hvað greinir þau að. Verður til skýringar litið til dómaframkvæmdar og eins stuðst við fræðiskrif sem hafa verið birt um þetta efni.
    Efnið verður tekið þannig fyrir að í 2. kafla fer fram samanburður á samþykki og áhættutöku og í lok kaflans verða ályktanir varðandi mörk þessara tveggja hugtaka dregnar. Á sama hátt verður gerður samanburður á áhættutöku og eigin sök í 3. kafla. Í 4. kafla verður svo leitast við að finna mörkin milli samþykkis og eigin sakar, en þar verður að ýmsu leyti stuðst við það sem finna má í 2. og 3. kafla, enda kemur þar flest fyrir sem skoða þarf til að draga ályktanir um mörk samþykkis og eigin sakar. Að lokum verða svo helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í sérstökum kafla (5. kafla) og er ætlunin að þar sé að finna í stuttu og hnitmiðuðu máli greiningu á því hvar mörkin milli samþykkis, áhættutöku og eigin sakar eru, og hvernig þau má finna.
    Að gefnu tilefni skal árétta að skaðabótaréttur er venjulega takmarkaður við skaðabætur utan samninga. Því mun umfjöllunin í ritgerð þessari miðast við skaðabætur utan samninga en ekki innan samninga, enda eiga samþykki, áhættutaka og eigin sök einnig mun betur við um hin fyrrnefndu tilvik.

Samþykkt: 
  • 10.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Daniel_Reynisson_fixed.pdf285.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna