is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36870

Titill: 
 • Þróun ferða og útivistar : umhverfismennt og umhverfisvitund
 • Titill er á ensku Development of travel and outdoor activity : environmental education and awareness
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Alla tuttugustu öldina hafa Íslendingar upplifað miklar breytingar á flestum sviðum þjóðlífsins. Það á líka við á sviði útivistar og umhverfismenntar. Þetta eru mjög víðtæk hugtök og til að afmarka efnið er fyrst og fremst fjallað um sögu göngu- og hálendisferða um óbyggðir Íslands ásamt þeirri útikennslu og umhverfismenntun sem átt hefur sér stað frá byrjun tuttugustu aldar. Samhliða þessu eru skoðuð viðhorf til umhverfismála, náttúruverndar og umhverfisvitundar allt frá miðri nítjándu öld.
  Ritgerðin er heimildaritgerð. Ýmis rit og bækur sem tengjast ferðum og útivist auk skólasögu landsmanna hafa komið að gagni. Leitast hefur verið eftir að fanga þau atvik og þær samfélagslegu breytingar sem áhrif hafa haft á viðfangsefnið og þýðingu hafa haft fyrir framvinduna.
  Það er ekki fyrr en á tuttugustu öld, þegar frístundir verða almennar og ekki aðeins hluti af lífi yfirstéttarinnar, sem veruleg aukning verður í skipulögðum ferðum um landið. Efnahagur þjóðarinnar hefur haft mikil áhrif á þessa þróun, til dæmis bílaeign landsmanna og samgöngubætur. Á seinni árum hefur hraði neyslusamfélagsins einnig komið fram á útivistarsviðinu með auknum búnaði og þátttöku almennings. Fyrstu merki um reynslumiðað nám og útikennslu eru gjarnan tengdar umbótum í kennslustarfi í upphafi aldarinnar. Þarfir einstaklingsins og aukin umhverfisumræða hvetja til meiri umhverfismenntar þótt þróunin sé hægfara. Þá hafa vaknað æ áleitnari spurningar um stöðu mannsins í náttúrunni, ásælni hans til auðlinda hennar og slæma umgengni sem valdið hefur skaða sem bregðast þarf við. Aukin umhverfisvitund hefur komið umhverfismálum á dagskrá.
  Jákvæð reynsla úti í náttúrunni hvetur til góðra tengsla einstaklingsins við umhverfi sitt. Gönguferðir og útivist í frístundum og samþætting skólastarfs við útikennslu og umhverfismennt gæti stuðlað að virðingu fyrir náttúrunni og þroskaðri umhverfisvitund.

 • Útdráttur er á ensku

  During the 20th century, Iceland underwent significant societal change. This is also the case for outdoor activities and environmental education. As these are extremely broad concepts, this thesis will focus on the history of hiking- and highland travel in the uninhabited wilderness of Iceland, as well the development of outdoor and environmental education since the beginning of the 20th century. Concurrently, we will examine attidudes to environmental issues, conservation, and environmental awareness since the mid-19th century.
  This thesis references various works pertaining to travel, outdoor activities, and the scholastic history of Iceland. Its objective is to capture those events and societal changes relevant to its subject matter and its development.
  It was not until the 20th century, when leisure time ceased to be a privilege enjoyed exclusively by the upper classes, did travel become commonplace. The development of the Icelandic economy has also had an impact, e.g. in ubuquitous car ownership and improvements to the transport infrastructure. The increased pace of consumer society in recent years has also manifested itself in the area of outdoor activities, as evidenced by an increase in both equipment and popular involvement. The first signs of experiential learning and outdoor education have been linked to education reform at the beginning of the century. The needs of the individual and increased environmental dialogue require more emphasis be placed on environmental education, although development in this area has been slow. This study also examines the human impact on nature, the exploitation of its resources, and concomitant lack of stewardship, which has resulted in damage requiring remediation. Increased environmental awareness has placed environmental issues firmly on the agenda.
  Positive experiences in nature are conducive to a good relationship between the individual and his or her environment. Hiking and outdoor activities, as well as integration of school activities and outdoor- and environmental education could result in an increased respect for nature and maturity in environmental awareness.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun ferða og útivistar. Ævar Aðalsteinsson_Med. 2020.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_aevar.pdf260.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF