is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36871

Titill: 
 • Fjármálalæsi á unglingastigi grunnskóla
 • Titill er á ensku Financial literacy in primary education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í rannsóknum á fjármálalæsi og námi og kennslu um fjármál kemur fram að mælingar á árangri tengjast fyrst og fremst þrennu, þ.e. þekkingu, viðhorfum og hegðun. Í þessari rannsókn var staða fjármálalæsiskennslu í grunnskólum á Íslandi rannsökuð. Kannað var hvernig námið er uppbyggt og með hvaða hætti Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um slíkt nám. Markmiðið var fyrst og fremst að grafast fyrir um hvaða áskoranir og hugsanlegar hindranir væri að finna í íslensku skólakerfi gagnvart námi og kennslu í fjármálalæsi. Kannað var hvaða námsefni og kennsluaðferðir voru notaðar í kennslu og hvaða hæfniviðmið í núgildandi aðalnámskrá þyrfti að hafa í huga til að bæta fjármálalæsi í grunnskólum á Íslandi.
  Rannsóknir, sem hér hafa verið framkvæmdar, benda til lágs stigs fjármálalæsis á Íslandi og því þurfi að leggja meiri áherslu á fjármálakennslu í almenna skólakerfinu en raun ber vitni. Auka þarf getu nemenda til að skilja og stjórna eigin fjármálum og takast á við mismunandi félagslegar og efnahagslegar áskoranir. Sérfræðingar mælast til þess að kennsla um fjármál og þar með efling fjármálalæsis byrji snemma hjá börnum og unglingum með hlutlausum upplýsingum og leiðsögn frá óháðum aðila, en þó með það að markmiði að efla gagnrýna hugsun gagnvart upplýsingum um fjármál frá ólíkum aðilum. Fjármálakreppan 2008 virkaði sem ákveðin vakning í þessum efnum enda þótti hún gefa skýr merki um laka kunnáttu í fjármálum. Meðal annars vöknuðu spurningar um stöðuna í skólakerfinu og þrýst var á að taka upp fjármálalæsi sem kennslugrein í grunnskólum. Byrja þarf að auka þekkingu kennara á fjármálalæsi til þess að vel takist að kenna fjármálalæsi í grunnskólum landsins.
  Í ljósi framangreindra niðurstaðna var rætt við sex sérfræðinga, sem þóttu geta gefið greinargóðar upplýsingar um stöðuna í íslensku samfélagi og þar með skólakerfinu. Þar var um ræða reynda kennara og stjórnendur skóla sem höfðu haft frumkvæði að námi og kennslu í fjármálalæsi og auk þess embættismenn og sérfræðinga í fjármálum, sem höfðu átt hlut að máli við eflingu fjármálalæsis.
  Niðurstöður benda meðal annars til þess að skerpa þurfi stefnu á sviði fjármálalæsiskennslu í grunnskólum, tryggja þurfi fjármálalæsi fastan sess í kennaranámi, huga þurfi að námsefni sem tekur mið af rannsóknaniðurstöðum OECD og annarra virtra rannsókna og loks að skoða alvarlega möguleikann á að Ísland taki þátt í rannsókn OECD PISA á fjármálalæsi.

 • Útdráttur er á ensku

  Research studies in financial literacy and studies about teaching financial literacy have primarily focused at three performance measurements areas, ie. knowledge, attitudes and behaviour. In this study, the status of financial literacy education in compulsory education in Iceland was investigated. It was examined how the study is structured and in what way the National Curriculum Guide for compulsory schools stipulates such education. The aim was first and foremost to identify what challenges and potential barriers are found in the Icelandic school system towards learning and teaching in financial literacy. The study includes research into educational material and teaching methods used in teaching were examined and what qualifications criteria in the current National Curriculum should be considered in order to improve financial literacy in compulsory schools in Iceland.
  Studies that have been carried out indicate a low level of financial literacy amongst students in Iceland and therefore more emphasis needs to be placed on financial education in the general school system. Students need to increase their ability to understand and manage their own finances, and to address various social and economic challenges. Experts recommend that financial education and thus, financial literacy education needs to start at an early age with neutral information, with the goal of strengthening critical thinking towards information about finance from different sources. The 2008 financial crisis acted as a definite revival in this regard, as it was thought to give clear evidence of poor financial skills. Among other things, questions arose about the state of the school system and the pressure to adopt financial literacy education in primary school curriculum. In order to successfully teach financial literacy in the country's primary schools, teachers' knowledge of financial literacy must be introduced and increased.
  In the light of the above results, this study includes six interviews with experts, who were thought to be able to give detailed information on the status of financial literacy in Iceland and thus the educational system. This included experienced teachers and school administrators who had taken the initiative to study and teach financial literacy, as well as officials and financial experts who were involved in the promotion of financial literacy.
  Findings indicate, among other things, that the policy of financial literacy education in compulsory schools needs to be sharpened, financial literacy needs to be established in teacher education, educational material that takes into account OECD research results and other prestigious research, and finally to consider the potential of Iceland participating in OECD PISA study on financial literacy.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Örn_Valdimarsson_lokaskil_310520.pdf773.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Örn Valdimarsson yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis Menntavísindasafn.pdf268.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF