is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36872

Titill: 
 • Hvað er leikin skjásaga og hvernig nýtist hún í sögukennslu á efsta stigi í grunnskóla?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er tveimur meginspurningum velt upp en þær eru: Hvað er leikin skjásaga? Hvernig nýtist hún í sögukennslu á efsta stigi í grunnskóla? Niðurstaðan er sú að mikilvægt sé að leikin skjásaga sé hluti af námsefni í sögu í grunnskóla því að rannsóknir sýna að stór hluti af söguvitund ungmenna og tengingu þeirra við fortíðina er í gegnum leikna skjásögu. Því er brýnt að ungmenni verði læs á slíkt efni.
  Í einföldu máli er leikin skjásaga sú saga og fortíð sem birtist í leiknum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Skipta má leikinni skjásögu í ýmsa flokka, bæði eftir umfjöllunarefninu og hversu sögulegt efnið er, þ.e. fjallar hún um raunverulegar persónur og atburði eða ekki.
  Til þess að leikin skjásaga nýtist í kennslu er nauðsynlegt að átta sig á eðli hennar og að hvaða leyti hún er ólík ritaðri sagnfræði máli. Ekki er hægt að meta hana út frá sömu viðmiðum því þessi tvö form eru afar ólík. Leikin skjásaga skáldar persónur og sameinar, hún skáldar aðstæður og atburðarás, hún spilar inn á tilfinningar fólks, hún kafar sjaldan djúpt í efnið eða sýnir á því margar hliðar. Hún er oftast eftirheimild um það sögulega efni, sem hún fjallar um, en á sama tíma frumheimild um samtíma sinn.
  Þegar kennari hefur gert sér grein fyrir eðli leikinnar skjásögu getur hann nýtt hana sem skyldi sem kennsluefni í sögu. Það er samt lykilatriði að kennari hafi skýrt markmið með notkun hennar í kennslu og sé vel undirbúinn. Leikin skjásaga hentar t.d. vel í að kenna nemendum samkennd, að geta sett sig í spor annarra, sjá fortíðina fyrir sér, læra um erfið söguleg efni og erfið samtímamálefni svo eitthvað sé nefnt.
  Til frekari glöggvunar er í lok ritgerðarinnar sett fram tillaga að kennsluáætlun út frá leikinni skjásögu.

 • Útdráttur er á ensku

  In this essay I will try to answer two main questions: What is acted screened history? How can it be used for history teaching in elementary school?
  My conclusion is that it is important that acted screened history is a part of the curriculum in elementary school because studies show that pupils get a lot of historical knowledge from acted screened history and a part of their historical identity is built from these sources. Therefore, it is urgent that they acquire the necessary literacy skills to interpret this media.
  Simplified, acted screened history is the history and the past shown in feature films and TV shows. Acted screened history can be classified into different groups, both in connection with the subject and also according to how historical the material is. Is it about people that existed or events that really happened?
  If using acted screened history in the classroom, it is crucial to realise how it differs from written history. These two different forms cannot be judged in the same way since acted screened history shows us a different version of the past than a written text does. It creates or folds characters, it simplifies and often doesn´t show many sides of the issue. Acted screened history is often a primary source about the time it is made but a secondary source about the subject.
  When a teacher has mastered the nature of acted screened history, he can start using it to its full potential in the classroom. It is crucial that the teacher has a clear purpose for showing acted screened history in the classroom and is well prepared. Acted screened history is a useful tool for teaching empathy, teaching about difficult historical issues, visualizing the past among other things.
  At the end of the essay, there is a unit overview demonstrating how acted screened history can be used in the classroom.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikin skjásaga - Örvar Birkir Eiríksson.pdf910.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf205.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF