is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36875

Titill: 
  • Það þurfa ekki allir að "finna upp hjólið" : stærðfræði á starfsbraut framhaldsskóla
  • Titill er á ensku No need to "reinvent the wheel" : mathematics in special need teaching department
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu lokaverkefni var að skoða hvernig stærðfræðiefni hentar fyrir nemendur á starfsbraut í framhaldsskóla og styðja þannig við nám og kennslu nemenda sem eiga í erfiðleikum með nám og/eða stærðfræði. Tilgangur verkefnisins er að búa til námsefni sem nýtist í kennslu í stærðfræði á starfsbraut í framhaldsskóla.
    Lokaverkefnið skiptist í tvo hluta, fyrri hlutinn er greinargerð og fræðilegur hluti sem styður við gerð námsefnis og fjallar um stærðfræðinám, stærðfræðierfiðleika, hugarfar og námsmat. Í þeim hluta verður einnig sagt frá niðurstöðum þarfagreiningar þar sem kannað var hver reynsla starfandi kennara væri af stærðfræðikennslu og hvað þeim finnst um það námsefni sem þeir hafa aðgang að. Seinni hlutinn er stærðfræðibók ætluð nemendum og með henni fylgir þrautasafn opinna verkefna sem kennarar geta nýtt sem viðfangsefni fyrir einstaka nemendur eða fyrir allan nemendahópinn. Í stærðfræðibókinni var lögð áhersla á verkefni sem nýtast nemendum í daglegu lífi, þar sem stærðfræði er beitt til að leysa viðfangsefni sem allir þurfa að fást við svo sem kaup á vörum og þjónustu. Þar nota nemendur rúmfræði, algebru og reikning til að leysa viðfangsefni daglegs lífs.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this final thesis was to analyze mathematics material for students with special needs and determine what kind of material is needed to support them and enhance their learning process in mathematic. The purpose of the theses was to create course materials to use in special education in college and for students with special needs.
    The thesis is divided into two parts. The first part consists of the theoretical basis for mathematical education, learning disability, mindset and assessment. In this section, the results of need analysis are discussed. Experienced teachers in a special need teaching department were asked about their experience of the mathematics material, they have access to. The second part is a workbook with tasks for students with special education needs. The main focus is on tasks which students can relate to and use in daily life where mathematics is applied to solve challenges such as, the purchase of goods and services. Geometry, algebra and arithmetic is applied to solve daily life tasks.

Athugasemdir: 
  • Með greinargerðinni fylgir stærðfræðibók.
Samþykkt: 
  • 3.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36875


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét_Alda_Sigurvinsdóttir_stærðfræðibók.pdf3.04 MBOpinnStærðfræðibók fyrir nemendur á starfsbraut framhaldsskólaPDFSkoða/Opna
Margrét_Alda_Sigurvinsdóttir_greinargerð.pdf556.58 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Margrét A. Sigurvinsdóttir_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_stærðfræðibók_02.06.2020.pdf199.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Margrét Alda Sigurvinsdóttir_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_02.06.2020.pdf181.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF