is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36876

Titill: 
 • Titill er á ensku Otherness and resistance : language identities and belonging of students of migrant parentage
 • Öðrun og mótspyrna : tungumálaauðkenni og tilfinningin að tilheyra nemendum af innflytjendaættum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  This thesis examines how students of migrant parentage construct their language identities and how these identities relate to their sense of belonging. The data was collected in Helsinki, Finland, with nine interviewees attending grade 9, the final year of basic education. The research focus is related to a large part of the city’s student body, as in every fifth school, one in two students are of migrant parentage. Finnish basic education is known for scoring well in international assessments, having highly trained and respected teachers and little difference between schools. At the same time, the performance gap between students of migrant parentage and their peers is one of the largest worldwide. Prior studies show that although the national curriculum promotes linguistic and cultural diversity, attitudes and operations present at schools rest on monolingual and monocultural ideologies.
  This narrative inquiry draws from the theoretical lenses of intersectionality and critical multiculturalism. It acknowledges that our language identities and belonging are shaped by our intersectional realities, constrained by the hierarchies and power relations of the wider socio-political context. The participants represented a diversity of backgrounds and linguistic repertoires, totalling up to 15 languages, and had fluid, multiple and dynamic language identities. The various ways they perceived themselves as language speakers were impacted by their social divisions and interactions, including the language-related hierarchies at school. The relationship between language identities and belonging was two-fold. First, the participants were the multilingual ‘others’ amid the monolingual landscape of their surroundings, leading to contested belonging. Second, they resisted such ideologies through multilingual strategies and solidarity, generating a sense of belonging. The findings indicate that Finnish schools must hold off from external definitions of students’ language identities and engage in critical inquiries into their processes that maintain and produce marginalization of particular student groups.

 • Þessi lokaritgerð rannsakar hvernig nemendur af innflytjendaættum byggja upp tungumálaauðkenni sín og hvernig þessi auðkenni tengjast upplifun þeirra af því að tilheyra. Gagna var aflað með viðtölum við níu nemendur í 9. bekk, þ.e. á lokaári í grunnskóla, í Helsinki í Finnlandi. Rannsóknin fjallar um efni sem varðar stór hluta grunnskólanemenda borgarinnar, þar sem í fimmta hverjum skóla er um helmingur nemenda innflytjendabörn. Finnsk grunnskólamenntun er þekkt fyrir að skora vel í alþjóðlegu mati, en landið státar almennt af þaulmenntuðum og virtum kennurum auk þess sem gæðamunur á milli skóla er lítill. Á sama tíma er bilið á milli námsárangurs nemenda af innflytjendaættum og jafnaldra þeirra eitt það stærsta á heimsvísu. Fyrri rannsóknir sýna að þrátt fyrir að aðalnámskráin ýti undir fjölbreytileika í tungumálum og menningu, þá hvíli viðhorf og starfssemi skólanna á eintyngdri og einmenningarlegri hugmyndafræði.
  Þetta rannsóknarverkefni sækir í fræðileg sjónarmið um samtvinnun mismunabreyta og gagnrýna fjölmenningarhyggju. Það viðurkennir að tungumálaauðkenni og upplifun okkar af því að tilheyra mótast af samtvinnuðum raunveruleika hvers og eins, sem takmarkast af stigveldum og valdatengslum í víðtæku félagspólitísku samhengi. Þáttakendur rannsóknarinnar voru málnotendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Sem fulltrúar samtals 15 tungumála, bjuggu þeir yfir fjölbreyttum og sterkum tungumálaauðkennum. Sjálfsvitund þeirra sem málnotendur var mótuð af áhrifum frá stéttaskiptingu og félagslegum samskiptum, þar með talið tungumálatengdum stigveldum innan skólanna. Tengingin á milli tungumálaauðkennis þeirra og upplifuninni af því að tilheyra var tvíþætt. Annars vegar voru fjöltyngdu þáttakendurnir álitnir ,,aðrir” í hinu eintyngda samfélagi, sem leiddi til umdeildrar upplifunar af því að tilheyra. Hins vegar gengu þeir gegn slíkri hugmyndafræði með fjöltyngdum aðferðum og samstöðu, og sköpuðu þannig tilfinninguna að tilheyra. Niðurstöðurnar benda til þess að finnskir skólar verði að útiloka utanaðkomandi skilgreiningar á tungumálaauðkennum nemenda og líta gagnrýnum augum á eigin öðrunarferla sem stuðla að einangrun og útskúfun tiltekinna nemendahópa.

Samþykkt: 
 • 3.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Otherness and Belonging_MA_L-M Nevalainen.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Declaration_MA_L-M Nevalainen.pdf620.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF