is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36878

Titill: 
 • Titill er á ensku CLILing in Italy : teachers’ experiences with Content and Language Integrated Learning methodology
 • CLILað á Ítalíu : reynsla kennara af Content and Language Integrated Learning aðferðafræðinni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  The study focuses on teachers’ experiences with Content and Language Integrated Learning (CLIL) methodology in Italy. CLIL is a dual-focused educational approach in which an additional language is used for the learning and teaching of both content and language. This methodology has been implemented in many countries in Europe, but Italy is the first country that made it policy. Since 2013, teachers in upper secondary schools must include CLIL in their programs.
  There is little research on how teachers experience working with CLIL methodology in high schools, therefore, the purpose of this narrative inquiry is to explore and understand it, in order to inform teacher education and consider if and what can be improved.
  My research question is:
  How do teachers running CLIL in two upper secondary schools in Italy experience working with this methodology?
  Participants in the study were six upper secondary school teachers in Italy who were implementing CLIL in English in their teaching. The focus was on two main areas: the teacher training process and the implementation of CLIL in schools. Data was collected by interviewing the six teachers. After that, I conducted a reflexive thematic analysis of the data and I identified three main themes. My findings show how teachers are interested in the methodology and believe it complements their professionalism but, on the other hand, they feel there is a lack of support and recognition that can dilute their enthusiasm.
  The results of this research suggest the need to clearly define the purposes of CLIL in the Italian educational context and provide support to teachers both in the training and implementation process. My study is a contribution to Foreign Language Teaching and the innovative education approaches in the context of the developing 21st century skills in Italy and internationally.

 • Rannsóknarverkefnið fjallar um reynslu kennara af Content and Language Integrated Learning (CLIL) aðferðafræðinni á Ítalíu. CLIL er þverfagleg kennsluaðferð sem felur í sér samþættingu kennslu í erlendu tungumáli við aðrar námsgreinar. Þessari aðferðafræði hefur verið hrint í framkvæmd í mörgum Evrópulöndum en Ítalía er það fyrsta til að gera hana að menntastefnu. Þar í landi hafa framhaldsskólakennarar þurft að innleiða CLIL í kennsluáætlanir sínar frá því árið 2013.
  Lítið er um rannsóknir á upplifun kennara af því að vinna með CLIL í framhaldsskólum, því er tilgangur þessa rannsóknarverkefnis sá að fara ofan í saumana á aðferðafræðinni í því skyni að upplýsa um kennaranámið og kanna hvort, og þá hvað, megi betur fara.
  Rannsóknarspurningin mín er:
  Hvernig upplifun hafa kennarar í tveimur framhaldsskólum á Ítalíu af því að vinna með þessa aðferðafræði?
  Þáttakendur í rannsókninni voru sex framhaldsskólakennarar á Ítalíu sem höfðu hver og einn innleitt CLIL á ensku í kennslu sinni. Áhersla var lögð á tvenn meginatriði: þjálfunarferli kennarans og útfærsla CLIL í skólum. Gagna var aflað með viðtölum við kennarana sex, sem ég síðan þemagreindi og dró þannig út þrenn meginþemu. Niðustöður mínar gefa annars vegar til kynna sterkan áhuga kennara á aðferðafræðinni, þar eð þeir telja hana geta stuðlað að eflingu eigin fagmennsku. Á hinn bóginn leiddu þær í ljós dvínandi áhuga sökum skorts á stuðningi og takmarkaða viðurkenningu fyrir það nám sem krafist er til þess að öðlast CLIL kennsluréttindi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þarfar á að skilgreina með skýrum hætti tilgang CLIL innan ítalska menntakerfisins, sem og að veita kennurum betri stuðning bæði í þjálfunarferli þeirra og við útfærslu aðferðafræðinnar. Rannsóknarverkefnið mitt er framlag til kennslu erlendra tungumála og nýsköpunar í menntunaraðferðum í takt við færniþróun 21. aldarinnar á Ítalíu og á alþjóðavettvangi.

Samþykkt: 
 • 3.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Caterina_Poggi_skemman_declaration.pdf234.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Caterina_Poggi_MA_thesis.pdf864.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna