is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36879

Titill: 
 • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og námsframboð á hugvísindasviði Háskóla Íslands 2019–2020 : lykilhæfni heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
 • Titill er á ensku The UN Sustainable Development Goals in the University of Iceland's course catalogue for School of Humanties academic year 2019–2020 : the UN SDGs key competencies
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmiðið þessarar meistararannsóknar var annars vegar að fá yfirlit yfir hvar í námskeiðum hugvísindasviðs (HUG) Háskóla Íslands (HÍ) er unnið að eða með sjónarmið sjálfbærrar þróunar í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (SÞ) eins og þau birtast í kennsluskrá háskólaárið 2019–2020. Hins vegar var sjónum beint að sérverkefni höfundar sem fólst í leit að vísbendingum um að hvaða marki virðist í námskeiðum fræðasviða HÍ unnið að lykilhæfni heimsmarkmiða SÞ sem skilgreind er sem forsenda vinnu með heimsmarkmiðin.
  Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem nær til allra fimm fræðasviða háskólans. Í þessari rannsókn fólst greining gagna í að lesa allar námskeiðslýsingar HUG, hvort sem námskeiðin voru kennd veturinn 2019–2020 eða ekki, og merkja við í greiningartöflu hvort inntak einstakra heimsmarkmiða mátti finna í texta námskeiðslýsingar eða hæfniviðmiðum þess. Hins vegar byggja gögn rannsóknarinnar á greiningu námskeiðslýsinga allra fræðasviða HÍ með hliðsjón af sérverkefni höfundar, en gögnum um það af hinum sviðum HÍ var safnað af öllum fimm þátttakendum rannsóknarinnar.
  Niðurstöður gefa vísbendingar um að hvaða heimsmarkmiðum virðist vera markvisst unnið að innan háskólans en einnig hver þeirra virðast fá minni athygli. Á hugvísindasviði komu skýrast fram teikn um heimsmarkmið nr. 4, menntun fyrir alla, nr. 5, jafnrétti kynjanna, og nr. 10, aukinn jöfnuður. Önnur heimsmarkmið fengu talsvert færri skráningar. Niðurstöður greiningar á námskeiðum Háskóla Íslands eftir lykilhæfni heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna leiddu í ljós flestar skráningarnar á lykilhæfni af gerð 3 (hæfni til að bera saman við hið viðtekna) sem felur í sér getu til að skilja og ígrunda venjur og gildi sem liggja að baki athafna fólks, en líka að ræða gildi, meginatriði og markmið sjálfbærrar þróunar. Niðurstöður eru ræddar með hliðsjón af stefnu Háskóla Íslands, HÍ 21, og stefnu SÞ sem og annarra fræða sem kynnt eru. Þessar niðurstöður munu nýtast við endurskoðun stefnu háskólans sem og hverju fræðasviði við endurskoðun á því hvernig upplýsingar um námskeið eru sett fram í kennsluskrá HÍ.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this research is to get an overview to what extent the Univeristy of Iceland‘s courses in School of Humanities seem to include issues of sustainable development as defined by the Sustainable Development Goals (SDGs) from the United Nations (UN) as they are presented in the univerity‘s one-line course catalogue during the academic year 2019– 2020. On the other hand the focus of this research is on the author‘s own project which includes sign of United Nations SDGs key competencies in each school of the University.
  This research is a part of larger research project which includes all five schools of the University of Iceland. Data analysis included reading every course description from the School of Humanities, whether the courses were taughted the academic year 2019–2020 or not, and record into a data analysis table if the content of individual SDGs appeared to be in the course descritpions or its learning outcomes. On the other hand the data of the research is based on the analysis of courses of the whole University with regard to the author‘s own project, but data for the other schools of the University were collected by the other participants of the reasearch project.
  The results indicate which SDGs seem to receive focus and are worked with within the university and which SDGs seem to receive less attention. Within the School of Humanitiesthe SDG no 4, Quality Education, no 5, Gender Equality and no 10, Reduced Inequalities, seem to get the strongest attention. Other SDGs got fewer scores. Results of the analysis of UN SDGs key competencies within the university, indicate most emphasis on competency no 3, Normative competency. This competency includes the abilities to understand and reflect on the norms and values that underlie one’s actions and the ability to negotiate sustainability
  values, principles, goals in a context of conflicts of interests and trade-offs, uncertain knowledge and contradictions. These results are valuable for revising policy of the University in whole, but also for each of the university‘s Schools to revise how and to what extent information about courses are presented in the course catalogue.

Samþykkt: 
 • 3.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarni Bachmann - Meistararitgerð - 30.5.2020.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Bjarni-Bachmann-Yfirlýsing-word.pdf79.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF