is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36883

Titill: 
 • Réttmætisathugun á málþroskaprófinu Málfærni eldri leikskólabarna (MELB): Samanburður við TOLD-2P og ICS kvarðann
 • Titill er á ensku A study of the validity of the language development test MELB for preschool children: Comparison with TOLD-2P and the ICS
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Hér á landi hefur lengi skort íslenskt málþroskapróf til þess að meta málþroska barna á aldrinum fjögurra til sex ára. Prófið sem helst hefur verið notað í þessum tilgangi, TOLD-2P er bandarískt að uppruna, en það kom út í íslenskri þýðingu og staðfærslu árið 1995 og er því komið til ára sinna. Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) er nýtt málþroskapróf sem hefur verið í þróun undanfarin ár. Meistaraverkefni þetta er liður í stöðlun prófsins. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að kanna réttmæti prófsins með því að bera það saman við málþroskaprófið TOLD-2P sem á að meta sömu hugsmíð. Hins vegar að athuga fylgni á milli framburðarþáttar MELB og niðurstaðna ICS kvarðans, sem er mat foreldra á skiljanleika í tali barna sinna í mismundandi aðstæðum.
  Aðferð: Þátttakendur í rannsókninni voru alls 139 börn á aldrinum 4;0 til 5;11 ára. Gagnasöfnun fór fram í níu leikskólum á höfuðborgarsvæðinu ásamt einum leikskóla á Vestfjörðum. Málþroskaprófið MELB var lagt fyrir alla þátttakendur og foreldrar þeirra svöruðu einnig spurningalista sem innihélt meðal annars ICS kvarðann. Þá var TOLD-2P málþroskaprófið lagt fyrir 17 þátttakendur sem voru á aldrinum 5;3 til 5;11 ára.
  Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru þær að á milli málþroskaprófanna MELB og TOLD-2P mældist marktæk há fylgni (r = 0,84). Einnig var fylgni marktæk og há á milli prófhluta MELB (málskilnings- og máltjáningarhluta) og heildarskors prófsins. Marktæk, miðlungs há fylgni (r = 0,53) mældist á milli framburðarþætti MELB (Tjáning: Hljóðkerfi) og ICS kvarðans. Niðurstöðurnar benda til tengsla á milli prófþáttarins Tjáning: Hljóðkerfi á MELB málþroskaprófinu og ICS kvarðans sem metur skiljanleika tals barna á aldrinum 4;0 til 5;11 ára.
  Umræða: Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um viðunandi hugsmíðaréttmæti MELB og að prófið meti þá hugsmíð sem því er ætlað, þ.e. málþroska barna. Þó er nauðsynlegt að endurtaka réttmætisathugun MELB og TOLD-2P með fleiri þátttakendum. Rannsóknin bendir ennfremur til þess að framburðarþáttur MELB (Tjáning: Hljóðkerfi) meti farsællega framburð fjölatkvæða orða og haldist í hendur við skiljanleika tals barna samkvæmt niðurstöðum á ICS kvarðanum. Rannsókn þessi styður og styrkir próffræðilega eiginleika MELB málþroskaprófsins sem mun koma til með að nýtast talmeinafræðingum í framtíðinni við greiningu á málþroskafrávikum.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: There is a demand for an Icelandic assessment tool to evaluate language development in children aged four to six years. An older test, TOLD-2P, commonly used in Iceland has become outdated. It is an American test that was translated to Icelandic and standardized in 1995. Málfærni eldri barna (MELB) is a new language development assessment, developed and standardized by the department of speech and language therapy/pathology at the University of Iceland. This study is a part of the standardization process. The aim of the project was twofold. Firstly, the validity of MELB was evaluated by comparing it to another test (TOLD-2P) with the same construct. Secondly, correlation was measured between a MELB’s subtest that assesses production of polysyllabic words and outcomes of the ICS questionnaire (Intelligibility in Context Scale), which is a parent’s assessment of their children’s speech and intelligibility. ICS is a seven-item scale that involves a subjective evaluation from parents, of their child’s intelligibility.
  Method: Participants were 139 children at the age of 4;0 to 5;11 years. Data was collected from nine preschools in the capital area of Iceland, and one preschool in the Western part of Iceland. MELB was administered and the parents of the participating children were asked to fill out a questionnaire that included the ICS. Furthermore 17 participants aged 5;3 to 5;11 years were additionally tested by administering TOLD-2P.
  Results: The main results are that (a) high, significant correlation was found between the language development assessments MELB and TOLD-2P (r = .84), and (b) high correlation was found between the expressive language and comprehensive language sections of MELB and the total score of the test. (C) Medium-high, significant correlation (r = .53) was found between the polysyllabic subtest on MELB and the ICS outcomes. These results indicate that the polysyllabic subtest on MELB can predict the intelligibility of children aged 4;0 to 5;11.
  Conclusion: The findings of this research indicate that MELB has an acceptable construct validity and is truly measuring children’s language development, although higher number of participants is needed for more rigorous correlation testing between MELB and TOLD-2P. Furthermore, the results indicate that the polysyllabic subtest on MELB successfully measures production of polysyllabic words and is correlated with children’s intelligibility as measured on the ICS scale. This study supports appropriate psychometric properties of MELB and suggest that MELB is a valid assessment tool to evaluate children’s language ability.

Samþykkt: 
 • 13.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_verkefni_Valdís Björk Þorgeirsdóttir.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf164.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF