is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36885

Titill: 
  • Hugmyndir um hluti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rauð rós er tilvísunarfyrirbærið, hugmyndin um fyrirbærið. Rauð rós er svo líkamlegi hluturinn. Rómantík er svo túlkunin.
    Til umfjöllunar í þessari ritgerð eru hugtök sem varpa ljósi á skilning mannsins á umhverfinu sínu. Samband mannsins við staðbundna hluti er tekið fyrir og áhrif sjálfsmyndarinnar við umhverfið greint. Stutt er við hugtökin Amor Fati eftir Nietzsche og Enculturation eftir Margaret Mead en það má líta á Amor Fati sem nokkurskonar ögrun við Enculturation fyrirbærinu. Hugmyndir tónlistarsálfræðinganna Dr. Vicky Williamsson og Dr. Jamshed J. Bharucha eru reifaðar en þau eru með ólíkar skilgreiningar á því hvernig mannfólkið upplifir tilfinningaleg skilaboð frá tónlist sem er í moll annars vegar og í dúr hins vegar. Sjálfsmyndin er svo greind út frá kenningum John Locke og sjálfsmyndin innan samfélagsmiðla greind út frá hugtaki Max Weber um kjörsjálfið. Skoðaðar verða líka kenningar Ferdinand de Saussure um táknfræði, Tungumálaleikur Ludwig Wittgenstein er svo tekin fyrir og samband hans við táknfræðina skoðað. Með hjálp þessa hugtaka mun samband mannsins við umhverfið sitt vera greint og þessi hugtök svo sett inn í samhengi myndlistar, þá sérstaklega með tilliti til sköpun og lestur myndlistar. Lykilverk mín verða einnig greind út frá þessum hugtökum og koma fram reynslusögur sem eru annað hvort orsök verka minna eða afleiðing þeirra.

Samþykkt: 
  • 5.8.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdin-margretdua.pdf30.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna