is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36890

Titill: 
  • Getur súrefnismettun í æðum sjónhimnu gefið vísbendingar um orsök vægrar vitrænnar skerðingar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Væg vitræn skerðing er í mörgum tilvikum upphaf sjúkdómsferlis sem síðar þróast í heilabilun og geta margir sjúkdómar legið þar að baki. Væg vitræn skerðing telst vera til staðar ef einstaklingur og aðstandendur hans upplifa breytingu á hugrænni færni og hún er staðfest á hugrænum færniprófum, oft með taugasálfræðimati. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að greina undirliggjandi orsakir vægrar vitrænnar skerðingar, m.a. mænuástunga og myndgreiningarrannsóknir á borð við segulómun og jásjá. Mat taugasálfræðings gegnir einnig lykilhlutverki í greiningunni. Þessar greiningaraðferðir eru dýrar og tímafrekar og eru yfirleitt ekki í boði nema á sérhæfðum minnismóttökum.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort samband sé á milli niðurstöðu á taugasálfræðiprófum sem meta mismunandi svið hugrænnar færni hjá einstaklingum með væga vitræna skerðingu og súrefnismettunar í æðum sjónhimnu hjá sömu einstaklingum. Vísbendingar eru um að hægt sé að greina milli fólks með væga vitræna skerðingu og heilbrigðra með súrefnismettunarmælingum á sjónhimnu sem eru einfaldar í framkvæmd og öruggar. Hins vegar er ekki vitað hvort súrefnismettun í sjónhimnu geti gefið til kynna hvaða svið hugrænnar getu er/eru skert og þ.a.l. greint á milli undirhópa einstaklinga með væga vitræna skerðingu og leitt líkum að undirliggjandi orsök.
    Þáttakendur rannsóknarinnar voru einstaklingar sem leituðu á Minnismóttökuna á Landakoti á árunum 2014 – 2018 með tilvísun frá heimilislækni, reyndust vera með væga vitræna skerðingu og samþykktu þátttöku í framvirkri rannsókn (n=218). Af þeim höfðu 67 einstaklingar farið í súrefnismettunarmælingu og niðurstaða úr taugasálfræðilegu mati lá fyrir. Einungis einstaklingar með enga undirliggjandi augnsjúkdóma uppfylltu skilyrði til súrefnismettunarmælingar og myndgæði við þá rannsókn þurfti að vera nægilega góð. Taugasálfræðistigum úr verkefnum sem meta mismunandi svið hugrænnar færni var umbreytt með veldisvísi til að fá normaldreifingu og breytt í z-stig. Z-stigin voru síðan lögð saman til að mynda flokka sem samsvara ólíkri starfsemi heilans: yrt minni, óyrt minni, mál, hugrænn hraði og stýrifærni. Tengsl voru svo könnuð milli súrefnismettunnar og taugasálfræðiprófa með línulegri aðhvarfsgreiningu og leiðrétt fyrir aldri og menntun.
    Línuleg aðhvarfsgreining fann tölfræðilega marktækt samband milli súrefnismettunar í bláæðum og taugasálfræðiprófsins Digit Symbol Substitution Test (St. β=-0.34, CI [-0.58 - -0.10], p=0.006, R2=0.132), einnig virðist tölfræðilega marktæk fylgni (r=-0.35, CI [-0.67 - 0.09], p=0.005). Það er neikvætt samband sem þýðir að þegar súrefnismettun er hækkuð er verri frammistaða á þessu verkefni sem er ósérhæft en með gott næmi til að greina skerðingu á hugrænni færni, sem styður þann grun að sú meinmynd sem birtist í heilanum í hinum ýmsu heilabilunarsjúkdómum kemur einnig fram í sjónhimnu augans

Samþykkt: 
  • 11.8.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Agust_KS_BScRitgerd.pdf1.3 MBLokaður til...09.08.2026HeildartextiPDF
Yfirlysing.pdf70.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF