is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36897

Titill: 
 • Stuðningur og þjónusta við aldraða: Flutningur á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga
 • Titill er á ensku Support and services for the elderly: The transfer of elderly services from state to local government
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Stjórnvöld hafa á síðustu þremur áratugum haft það að markmiði að flytja vald, ákvarðanir og ábyrgð til sveitarfélaga þar sem þau eru talin geta veitt betri þjónustu til íbúa vegna nálægðar við þá. Þrátt fyrir mikla fækkun á sveitarfélögum samhliða þessum breytingum eru mörg sveitarfélög enn of fámenn og eiga erfitt með að sinna skyldubundnum verkefnum. Þar af leiðandi hafa smærri sveitarfélög farið þá leið að veita íbúum sínum þjónustu í samvinnu við önnur sveitarfélög.
  Markmið þessarar ritgerðar er að komast að því hvort sveitarfélög geti tekið við ábyrgð og fjármögnun á málaflokki aldraðra af ríkinu? Einnig verður leitast við að svara þeirri spurningu: Hvaða áhrif hefði það á þjónustu við aldraða ef öldrunarmál flyttust yfir til sveitarfélaga?
  Helstu niðurstöður eru að með flutningi yrði málaflokkurinn á einu stjórnsýslustigi og ætti það að leiða til aukinnar samhæfingar og skýrari verkaskiptingar. Stærri sveitarfélög ættu auðveldara með að taka við málaflokknum af ríkinu og þá má telja líklegt að gæði þjónustunnar myndi batna hjá þeim sveitarfélögum sem gætu sameinað félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun. Við slíkar aðstæður ættu aldraðir möguleika á að búa lengur á sínu eigin heimili og þyrftu þess vegna ekki að flytjast inn á öldrunarstofnanir nema það væri nauðsynlegt.
  Hins vegar eru vísbendingar um að smærri og strjálbýlli sveitarfélög ættu erfitt með að halda uppi lágmarksþjónustu, jafnvel þó að leyfilegur lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum yrði hækkaður. Líklegt verður að teljast að minni sveitarfélög þurfi eftir sem áður að hafa með sér samstarf um þjónustuveitingu til aldraðra, þar sem margt bendir til þess að stærð sveitarfélaga þurfi að lágmarki að telja 3.000 íbúa svo þau geti séð sjálf um málaflokkinn.

Samþykkt: 
 • 19.8.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð til BA-gráðu í stjórnmálafræði.pdf555.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf306.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF