is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36898

Titill: 
  • Ber hugurinn þig hálfa leið? Sjálfsstjórn, áhugahvöt og markmið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjálfsstjórn er fólki mikilvæg þegar það vill setja sér markmið og ná þeim, en markmið virka gjarnan sem viðmið fyrir fólk þegar það skoðar frammistöðu sína. Þessi markmið geta verið heilsutengd, námstengd eða annað sem stuðlar að persónulegum árangri. Áhugahvöt fólks er talin geta stuðlað að betri sjálfsstjórn, en sjálfsstjórn getur verið einstaklingsbundin. Þessi einstaklingsmunur í sjálfsstjórn getur svo haft áhrif á það hversu líklegt er að fólk setji sér ákveðin markmið, þar sem fólk með litla sjálfsstjórn getur átt erfiðara með að ná markmiðum sem krefjast góðrar sjálfsstjórnar. Markmiðið með rannsókninni var að rannsaka tengsl sjálfsstjórnar, áhugahvatar og þess að ná markmiðum. Óljóst er hvort áhugahvöt sé miðlunarbreyta eða hafi áhrif á samband sjálfsstjórnar og þess að ná markmiðum. Í rannsókninni var notast við rafrænt hentugleikaúrtak, en í heildina tóku 572 manns þátt. Niðurstöður benda til þess að sjálfsstjórn, innri áhugahvöt og ytri áhugahvöt hafi tengsl við það hvort að sett markmið náist. Sjálfsstjórn og innri áhugahvöt vega þyngst í því samhengi en ekki er hægt að fullyrða um áhrif ytri áhugahvatar, þar sem ytri áhugahvöt ein og sér virðist ekki spá fyrir um hvort markmið náist eður ei. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að eftir því sem sjálfsstjórn og innri áhugahvöt fólks er meiri, því líklegra er það til að ná markmiðum sínum. Niðurstöður bentu jafnframt til þess að innri áhugahvöt sé miðlunarbreyta í sambandi sjálfsstjórnar og þess að ná markmiðum. Aftur á móti var ytri áhugahvöt ekki miðlunarbreyta í sambandi sjálfsstjórnar og þess að ná markmiðum. Áhugahvöt virðist því virka sem miðlunarbreyta þegar fólk langar að elta markmið sín en ekki þegar það þarf að elta markmið sín. Rannsóknin hefur fræðilegt gildi að því leyti að tengsl sjálfsstjórnar, innri og ytri áhugahvatar og þess að ná markmiðum eru lítið þekkt, en aukin þekking á þessu sambandi getur falið í sér hagnýta þekkingu fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki.

  • Útdráttur er á ensku

    If you can dream it, can you achieve it? Self-control, motivation and goals.
    Self-control is important when people want to set goals for themselves and reach them. Goals are commonly used as benchmarks for performance evaluation. These goals can be health-related, learning-related or something that induces a feeling of personal progress. Motivation is considered to increase self-control, but individual differences in self-control can affect how likely people are to set and work toward certain goals. People with low self-control might find it harder to reach goals that require good self-control. The purpose of the current study was to examine the association between self-control, motivation, and reaching goals. It is uncertain whether motivation is a moderator variable in the relationship between self-control and reaching goals. In total 572 participated in the study through an online convenience sample. The results show that, together, self-control, intrinsic motivation, and external motivation have substantial power in predicting the likelyhood of people reaching their goals. Self-control and intrinsic motivation were strong predictors, whereas external motivation was not. External motivation per se seems irrelevant in predicting success in reaching goals. Therefore, it can be concluded that strong self-control and intrinsic motivation increase the likelihood of reaching goals. The results, furthermore, indicated that intrinsic motivation is a moderator variable in the relationship between self-control and reaching goals. Notwithstanding, external motivation does not seem to moderate the relationship between self-control and reaching goals. Motivation may work as a moterator when individuals want to chase their goals, but not in terms of reaching their goals. This study has theoretical value as little is known about the relationship between self-control, intrinsic motivation, and external motivation. Adding to the theoretical knowledge pertaining to this relationship may prove to have practical value for both individuals and companies alike.

Samþykkt: 
  • 21.8.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð í þjónustustjórnun loka-lokaskil.pdf608,97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf321,15 kBLokaðurYfirlýsingPDF