Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3690
Ritgerðin fjallar um þá staðreynd að eftir að ríkisstjórnir Bush og Pútíns létu af völdum má segja að samskipti rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafi staðið í sögulegu lágmarki frá lokum kalda stríðsins. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þá þætti sem kunna að hafa átt hlut í þeirri staðreynd.
Í ritgerðinni verður byrjar á því að fjalla um innanlandsþætti í Rússlandi. Þar ber helst að nefna þróun lýðræðis í landinu auk hins gríðarlega efnahagsuppgangs sem einkenndi rússneska hagkerfið alla tíð Pútíns í embætti forseta. Ljóst er að þessir tveir þættir hafa haft mikið með þá stöðu, sem nú er uppi í samskiptum ríkjanna tveggja, að gera. Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar síðan um samskipti bandarískra og rússneskra stjórnvalda frá lokum kalda stríðsins. Þessum hluta ritgerðarinnar verður skipt upp í þrjú tímabili sem öll einkennast af ólíkum samstarfsvilja og getu.
Megin niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að þrátt fyrir þá þróun sem átt hefur sér stað í innanríkismálum í Rússlandi á undanförnum áratug eru það samskipti ríkisstjórna Bandaríkjanna við stjórnvöld í Rússlandi, frá lokum kalda stríðsins til ársins 2003, sem mestan þátt hefur haft í þeirri stöðu sem nú ríkir á milli ríkisstjórna ríkjanna tveggja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
russland5_fixed.pdf | 766,2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |