is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36906

Titill: 
  • Eru óskýr mörk milli vinnu og einkalífs? Hvaða þættir hafa áhrif á skilning einstaklinga á slíkum mörkum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í lífi hvers einstaklings eru tvær þungamiðjur, vinna og fjölskylda. Vinna veitir okkur innri og ytri umbun en fjölskylda ást og umhyggju. Mikilvægt er að maður læri að setja sjálfum sér og öðrum mörk í amstri dagsins því að þessi hlutverk, vinna og einkalíf, geta átt það til að skarast og þar af leiðandi valda vandamálum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort mörkin milli vinnu og einkalífs væru óskýr og hvaða þættir hefðu áhrif á skilning einstaklinga á hvernig þeir setja sér mörk. Alls tóku 281 einstaklingur þátt í netkönnun, þar voru þeir spurðir um þætti sem hafa áhrif á skilning þeirra á mörkum milli vinnu og einkalífs. Niðurstöður höfundar sýndu að almennt eiga einstaklingar auðvelt með að setja sér mörk milli vinnu og einkalífs. Hins vegar sýndu niðurstöður einnig að einstaklingar eru oft með hugann við vinnuna þrátt fyrir að vera ekki á leið til eða frá vinnu. Niðurstöður sýndu einnig að karlmenn eyða meiri tíma í vinnu en konur og eru líklegri til að vinna yfirvinnu. Þær niðurstöður eru í samræmi við eldri rannsóknir á viðfangsefninu.

Samþykkt: 
  • 2.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru óskýr mörk milli vinnu og einkalífs - Lokaskil.pdf687,41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing - Lilja Hrönn (2).pdf288,14 kBLokaðurYfirlýsingPDF