is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36907

Titill: 
 • Áhrif sérstakrar nálastungumeðferðar á lengd 1. stigs fæðingar: Slembd íhlutunarforrannsókn
 • Titill er á ensku The influence of specific acupuncture treatment on the duration of 1st stage of labour: Randomized intervention pilot study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samkvæmt erlendum rannsóknum eru vísbendingar um að undirbúningsnálastungumeðferð á meðgöngu geti flýtt fyrir fæðingu og þar með aukið líkur á eðlilegu ferli. Hingað til hafa engar rannsóknir verið gerðar á virkni hennar hérlendis. Þessi rannsókn var hönnuð sem forrannsókn og markmið hennar var að kanna hvort kerfisbundin markviss nálastungumeðferð gefin frumbyrjum einu sinni í viku frá meðgönguviku 36+0 geti stytt lengd 1. stig fæðingar.
  Um slembda íhlutunarforrannsókn var að ræða. Alls voru 28 þátttakendur þar sem 14 konur í íhlutunarhóp fengu meðferð. Aðalútkomubreytur rannsóknarinnar voru sá tími sem það tók hverja konu að fara í gegnum útvíkkun á 1. stigi fæðingar frá því að þær voru metnar í virkri fæðingu og meðalhraði útvíkkunar á 1. stigi. Aðrar útkomubreytur tengdust útkomu fæðingar. Niðurstöður sýndu ekki marktækan mun á tíma á 1. stigi útvíkkunar milli hópa. Þó var meðallengd 1. stigs kvenna í íhlutunarhóp að meðaltali 202 mínútum styttra og meðalhraði útvíkkunar á hvern sentimetra að meðaltali 28 mínútum styttri en hjá konum í samanburðarhóp. Konur í íhlutunarhópi voru að meðaltali lengur á forstigi fæðingar en fóru frekar í sjálfkrafa sótt en konur í samanburðarhóp og fóru að meðaltali fyrr í sjálfkrafa sótt. Engin kona var gangsett vegna meðgöngulengdar úr íhlutunarhóp en tvær úr samanburðarhóp.
  Erlendar rannsóknir hafa sýnt bæði jákvæða og neikvæða fylgni við áhrif undirbúningsnálastungu á lengd 1. stigs fæðingar. Þessi rannsókn bætir við þá þekkingu sem fyrir var en þörf er á frekari rannsóknum með stærra úrtaki og einnig um persónulega upplifun kvenna af meðferðinni. Það er nauðsynlegt að bæði ljósmæður og barnshafandi konur séu vel upplýstar um kosti og/eða galla nálastungumeðferða og að slíkar meðferðir séu í boði.
  Það er til mikils að vinna ef hægt er að bjóða konum upp á gagnreynda nálastungumeðferð sem styrkir konur, styttir fæðingarferlið og eykur líkur á eðlilegri fæðingu.
  Lykilorð: Nálastunga, fæðing, undirbúningur, meðganga.

 • Útdráttur er á ensku

  According to foreign research, there is some evidence that acupuncture given in the last weeks of the pregnancy, can affect the duration of labor and increase the probability of a normal birth. Up until now no research has been done on its effectiveness in Iceland. This study was designed as a pilot study and its aim was to investigate whether systematic acupuncture treatment, given to primiparas at pre-defined acupuncture points once a week from gestational week 36+0, shortens the 1st stage of birth.
  The study was a randomized intervention pilot study. There were total of 28 participants, where 14 women in the intervention group received acupuncture treatment once a week from week 36+0 of pregnancy. The main variable of the study was the time it took each woman to go through the 1st stage of birth from the time they were defined to be in active birth as well as average speed of dilatation during the 1st stage of birth. Additional variables were related to the outcome of the birth.
  The results did not show a significant difference between groups, in length of time at the 1st stage of birth. However, average time spent on 1st stage of birth with women in the intervention group were 202 minutes shorter and they went on average 28 minutes faster through each centimetre of dilation, than women in the control group, but they were on average longer in the latent phase of birth. Women in the intervention group were more likely to have spontaneous onset of labour, and started on average earlier in labour than women in the control group. None of the participants in the intervention group were medically induced to start labour due to post term pregnancy, as opposed to two women from the control group.
  Foreign studies have shown both positive and negative outcome of the effect of late pregnancy acupuncture on the 1st stage of birth. This study adds to the existing knowledge, but further research is needed with a larger sample and preferable also on women's personal experience of the treatment. It is essential that both midwives and pregnant women are well informed about the pros and cons of acupuncture and that such treatments are readily available.
  It would be of a great value to offer women evidence-based acupuncture treatment that strengthens women, shortens the length of birth and increases the probability of a normal birth.
  Keywords: Acupuncture, birth, preparation, pregnancy

Samþykkt: 
 • 2.9.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif sérstakrar nálastungumeðferðar á lengd 1. stigs fæðingar - Slembd samanburðarrannsókn.pdf3.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skann yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf306.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF