Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36914
Greinagerð þessi er hluti af 12 eininga lokaverkefni til BA-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Verkefnið fólst í að hanna og setja upp vefsíðuna Barnaleikur.is. Þar hef ég safnað saman upplýsingum um ókeypis eða ódýra útivist og afþreyingu á Íslandi sem hentað getur börnum og barnafjölskyldum. Afþreyingin/útivistin er flokkuð á tvo vegu. Annars vegar eftir landshlutum og hins vegar eftir tegund afþreyingar. Hægt er að kalla fram mismunandi uppskiptingu á þeirri afþreyingu sem hefur verið skráð. Það er hægt að skoða alla afþreyingu á einni síðu óháð flokkum eða landshluta. Það er hægt að skoða allar skráningar á hvern landshluta fyrir sig eða hvern flokk afþreyingar. Einnig er hægt að skoða afþreyingu í afmörkuðum flokki á tilteknum landshluta. Að síðustu er svo hægt að skoða afþreyinguna sjálfa og sjá þar stutta lýsingu á staðnum, upplýsingar um opnunartíma og tengiliðaupplýsingar. Upplýsingaöflun fyrir vefsíðuna www.barnaleikur.is er lifandi verkefni. Því fleiri skráningar sem eru á síðunni, því meira notagildi hefur hún og því meiri líkur eru á að hún njóti vinsælda. Því er ætlunin að halda áfram vinnu við vefsíðuna eftir skil á þessu verkefni. Síðan er hönnuð með þeim hætti að gera notendum auðvelt að senda inn sínar eigin ferðasögur og ábendingar um afþreyingu og útivist. Ef vel tekst til að virkja notendur síðunnar gæti skapast skemmtileg umgjörð um útivist og afþreyingu fyrir barnafjölskyldur á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Adalbjorg Sv Sigurjonsdottir BA greinagerd bokasafns og upplfr.pdf | 942.2 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Skemman Útfyllt.pdf | 255.57 kB | Lokaður | Yfirlýsing |