is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36920

Titill: 
 • Áskoranir svæfingahjúkrunarfræðinga við svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka: Samþætt fræðilegt yfirlit
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Brunaáverkar eru meðal alvarlegustu áverka og valda um 265.000 dauðsföllum á heimsvísu á ári hverju. Síðustu áratugi hafa batahorfur brunasjúklinga aukist en áfram er há dánartíðni meðal þeirra. Það er krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk að veita sjúklingum með mikla brunaáverka bestu mögulegu meðferð. Svæfingahjúkrunarfræðingar eru meðal þeirra sem gegna mikilvægu hlutverki í meðferð brunasjúklinga.
  Tilgangur: Að taka saman nýjustu rannsóknir og gagnreynda þekkingu um þær áskoranir sem svæfingahjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir í svæfingum sjúklinga með mikla brunaáverka. Markmiðið er að tryggja að meðferð sjúklinga með mikla brunaáverka á Landspítala byggi á gagn-reyndri þekkingu, það er gert með því að hagnýta þessar upplýsingar og úr verði tillögur að verklagi.
  Aðferð: Samþætt fræðilegt yfirlit. Leitað var rannsókna sem birtust á tímabilinu 2009-2019, um svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka í gagnagrunnunum PubMed/Medline, Cinahl, Scopus og Web of Science.
  Niðurstöður: Leitin skilaði 391 grein og 12 rannsóknir fullnægðu skilyrðum leitarinnar. Í tveimur rannsóknum voru rannsakaðar öndunarvegameðferðir. Í sex rannsóknum var skoðuð meðferð á hjarta- og blóðrásarkerfi. Í tveimur rannsóknum voru skoðuð áhrif svæfingalyfja. Í einni rannsókn var skoðað áhrif hitataps í aðgerðum og í annari var skoðuð reynsla brunasjúklinga af verkjameðferð. Í kjölfar mikilla brunaáverka koma fram ýmsir fylgikvillar. Þessa fylgikvilla er hægt að meðhöndla eða fyrirbyggja með réttum viðbrögðum og inngripum. Niðurstöður sýndu að allt að þriðjungur brunasjúklingar eru barkaþræddir að óþörfu sem veldur því að sjúklingar eru útsettari fyrir fylgikvillum í kjölfarið. Bæði beta hemla lyf og tranecamic sýru lyf draga úr blóðtapi í aðgerðum hjá bruna-sjúklingum. Tengsl eru á milli tímalengdar aðgerðar og hitataps sem hefur áhrif á fylgikvilla eftir aðgerð.
  Ályktun: Meðferð brunasjúklinga er mikil áskorun og krefjast svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka viðamikillar sérþekkingar og hæfni. Mikilvægt er taka reglulega saman nýjar upplýsingar og gera þær aðgengilegar, með tilliti til þekkingar sem er gagnlegt fyrir svæfingahjúkrunarfræðinga að búa yfir.
  Lykilorð: Brunaáverkar, svæfing, svæfingahjúkrunarfræðingar, áskoranir, brunameðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Burns are one of the most traumatic injuries and cause about 265,000 deaths world-wide each year. In the past decades, the prognosis of burn patients has improved, but there is still a high mortality rate among them. It is imperative to provide the best possible management to patients with severely burn injury. Nurse anesthetists play an important role in the management of burn patients.
  Purpose: To systematically assess latest research and evidence-based knowledge of challenges that nurse anesthetists face in anesthetized burn patients. Ensuring that patients with severe burn injury are treated with evidence based knowledge. The aim is to ensure that the management of patients with severe burn injuries at Landspítali is based on evidence-based knowledge and use this information to make a burn care protocol.
  Method: Integrative literature review. Studies published during the period 2009-2019 were searched, on anesthesia of patients with severely burn injury, using PubMed / Medline, Cinahl, Scopus and Web of Science.
  Results: The search yielded 391 articles research. Of these, 12 articles were included in the review. There were six retrospective studies, three were prospective, one follow-up, one phenomenological and one case study. Two studies examined airway management. Six studies examined circulation management. Two reviewed the effects of anesthetics. In one study, the effects of heat loss in surgery were examined and in another the experience of pain in burn patients was examined. Complications are common following severe burn injuries. These complications are preventable with right response and management. To many potentially unnecessary intubations that expose patients to unnecessary complications. Both beta blockers and tranecamic acid medication diminishes blood loss during surgery in burn patients. There is a link between operative time and hypothermia to postoperative complications.
  Conclusion: Burn management is major challenge and anesthesia of severely injured burn patients requires expertise and competencies. Thus, would be useful to regulary assess latest information and make an accessible burn care protocol for nurse anesthetists.
  Key words: Burn injury, anesthesia, nurse anesthetists, challenges, burn management.

Samþykkt: 
 • 7.9.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36920


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - EBÞ.pdf291.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni - Erna Björk Þorsteinsdóttir_.pdf962.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna