is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36932

Titill: 
  • Birtingarmynd kvenlægrar sjálfsímyndar í ljósmyndaverkum kvenna. Áhrif Claude Cahun á femíníska listastefnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Kvenlíkaminn var og er vinsælt viðfangsefni í list og leitast höfundur við að rannsaka birtingarmynd kvenna þegar þær fá að stjórna hennar sjálfar í gegnum sjálfsmyndir. Þetta málefni er skoðað sérstaklega út frá verkum Claude Cahun (1894 - 1954) sem var mikill frumkvöðull í mótun sjálfsmyndarinnar óháð kynstöðlum samfélagsins. Leitast er við að staðsetja kvenljósmyndara betur í listaheiminum út frá femínískum vendipunkti og skoða hvernig gjörningatengd ljósmyndun hefur gefið konum tækifæri á að öðlast vald yfir eigin líkama og ráða birtingarmynd líkamans, til að losa sig undan karllægum heimi.
    Rannsóknin leiðir í ljós hvernig Claude Cahun notar ljósmyndamiðilinn til að ráða eigin birtingarmynd og fá að móta sjálfsmyndina á eigin máta óháð samfélagsstöðlum. Cindy Sherman (f. 1954) varpar ljósi á samfélagsstaðla og táknkerfi sem eru ríkjandi og hvernig þau hafa neikvæð áhrif á birtingarmynd kvenna, á meðan Gillian Wearing (f. 1963) veltir fyrir sér spurningunni um hvað skilgreini „sjálfið“ og hvernig það birtist í sjálfsmyndum. Með hliðsjón af verkum Collier Schorr (f. 1963) er fjallað umhvernig ljósmyndamiðillinn hefur verið nýttur til valdbeitingar. Einnig hvernig allar þessar listakonur hafa notað „performatíva“ ljósmyndun til að vinna gegn kynjakerfi í vestrænum menningarheimi.
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að kynjakerfið er regluverk sem manneskjan hefur skapað til þess að geta hólfað fólk niður í fyrirfram ákveðin hlutverk innan samfélagsins. Með ljósmyndaverkum sínum sýndi Cahun fram á það á nýjan hátt hvernig sjálfsmyndin er frjáls og óbundin nokkru kerfi. Þessi tímamótaverk voru lengi vel fallin í gleymsku vegna þess hvernig þau stönguðust beint á við ríkjandi valdakerfi sem þrífst á að viðhalda aðskilnaði og togstreitu kynjanna. Í fótspor listakonunnar Cahun fylgdu Sherman, Wearing og fleiri, sem endurtekið hafa sýnt umheiminum það að hugmyndin um sjálfið er flæðandi eining sem ekki er hægt að binda niður eftir ákveðnum reglum. Þessi afhjúpandi og krefjandi ljósmyndaverk spyrja áhorfandann að einni helstu og elstu spurningu mannkynssögunnar; hver, eða hvað, er ég?

Samþykkt: 
  • 8.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dorothea Olesen BA Listfræði Sept 2020.pdf5.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman Yfirlysing um meðferð lokaverkefna Dorothea.pdf123.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF