is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36935

Titill: 
 • Margur er knár þótt hann sé smár. Smásögur Ástu Sigurðardóttur í bókmenntakennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort og að hvaða leyti ákveðnar smásögur Ástu Sigurðardóttur, sem komu út á árunum 1951–1961, henti í bókmenntakennslu í framhaldsskólum. Í ritgerðinni er saga og þróun smásögunnar rakin í grófum dráttum allt fram á sjötta áratug tuttugustu aldar þegar íslenskir höfundar hófu að skrifa smásögur sem einkenndust af módernískum áhrifum. Einnig er fjallað stuttlega um upphaf skilgreininga á smásögunni innan bókmenntaheimsins og áhrif þeirra á smásagnaformið upp frá því. Farið er yfir markmið grunnþátta menntunar úr sameiginlegum hluta Aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla ásamt því að skoða efnistök og skilgreiningar hvers grunnþáttar fyrir sig.
  Fjallað er um smásögurnar Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, Drauminn og Dýrasögu eftir Ástu Sigurðardóttur og þær skoðaðar meðal annars með grunnþætti menntunar til hliðsjónar. Við lok umfjöllunar hverrar sögu er dregið saman hvernig og hvaða þætti innan sagnanna er helst hægt að nýta í verkefni og til þess að ýta undir umræður sem tengjast efnistökum grunnþáttanna og stuðla að aukinni samfélagslegri vitund og almennum þroska nemenda.
  Þrátt fyrir að sögurnar séu allar komnar vel til ára sinna eiga þær fullt erindi í bókmenntakennslu í framhaldsskólum sér í lagi séu þær skoðaðar út frá grunnþáttum menntunar. Umfjöllunarefni þeirra er mjög átakanlegt þar sem ofbeldi, drykkja og útskúfun eru í aðalhlutverki en alla þessa þætti má auðveldlega tengja við efnistök grunnþátta menntunar. Smásagan er afhjúpandi bókmenntaform sem hefur sannað sig á síðustu öldum en hún hefur þó oft fallið í skugga skáldsögunnar í gegnum tíðina og ekki þótt eins merkileg. Smásagan getur verið rétt eins hentug í bókmenntakennslu og skáldsaga en í báðum tilfellum þurfa kennarar að velja sögurnar af kostgæfni helst út frá grunnþáttum menntunar þannig að hægt sé að vinna markvisst að hæfniviðmiðum í íslensku sem birtast í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011).

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to look into whether, and do what extent, certain short stories by Ásta Sigurðardóttir, published between 1951–1961, can be suited for teaching literature in secondary schools. The dissertation traces the history and development of the short story form up to the 1950s when Icelandic authors started writing short stories characterized by modernist influences. It also briefly discusses the origin of definitions of the short story within the world of literature and their impact on the short story form from then on. The thesis also reviews the objectives of the basic elements of education from the common part of the National Curriculum for pre-, elementary-, and secondary schools, as well as inspecting the topics and definitions of each basic element.
  The short stories Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, Draumurinn and Dýrasaga by Ásta Sigurðardóttir are discussed and examined with regard to the basic elements of education. At the end of the discussion of each story, a summary is given of how the story can be used for projects and assignments and how to encourage discussions related to the basic elements and promote increased social awareness and overall student development.
  Although the stories were written many decades ago, they are fully relevant in the secondary school literature classroom, especially when used in relation to the basic elements of education. The stories’ topics are harrowing as violence, drinking and ostracism play the main role, but all these topics can easily be associated with the basic elements of education. The short story is a revealing genre which has come into its own during the last centuries, but it has often been overshadowed by the novel and not considered as noteworthy. Short stories can be just as practical as the novel to teach literature. However, in both cases teachers must carefully choose the stories, preferably based on the basic elements of education, so it becomes possible to systematically work towards learning outcomes in Icelandic, described in the National Curriculum for Secondary Schools (2011).

Samþykkt: 
 • 8.9.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Svanhvít - MA-ritgerð.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
asta.svanhvit_200907-170456-7f.pdf274.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF