is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36938

Titill: 
  • Samskipti eru lykilatriði: Einkenni góðra þjálfara að mati afrekskvenna í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað það væri sem helst einkenndi góða þjálfara, ekki eingöngu með tilliti til getu þeirra til að vinna titla heldur frekar til að ná til þeirra leikmanna sem þeir þjálfa. Tekin voru viðtöl við fimm afrekskonur í knattspyrnu sem allar búa yfir gríðarlegri reynslu, bæði á Íslandi og erlendis. Viðmælendur voru valdir sem hentugleikaúrtak en þurftu þó að uppfylla þau skilyrði að hafa verið hluti af liði sem unnið hafði titil eða titla og hafa spilað með A-landsliði kvenna. Þjálfarastarfið er margþætt og þarf að huga að mörgu innan þess. Þjálfarinn er allt í senn leiðtogi, stjórnandi og fyrirmynd og þarf hann því að vera gæddur hinum ýmsu eiginleikum sem fræðin og viðmælendur nefna til að teljast góður þjálfari og til að ná fram því besta úr liðinu. Svör viðmælenda voru borin saman við helstu kenningar í leiðtoga- og stjórnunarfræðum og gefa niðurstöður til kynna að góðir þjálfarar fylgi uppskriftum kennismiða um góða leiðtoga. Enn fremur benda niðurstöður til að góðir þjálfarar séu umbreytingaleiðtogar (e. transformational leaders). Megineinkenni góðra þjálfara voru samkvæmt viðmælendum: samskipti, traust, virðing, hvatning og sveigjanleiki. Þessi einkenni eiga sér nær fullkomna samsvörun í kenningum um góða leiðtoga og þá sérstaklega umbreytingaleiðtoga.

Samþykkt: 
  • 8.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti eru lykilatriði.pdf516.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlising.pdf2.64 MBLokaðurYfirlýsingPDF