is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36946

Titill: 
  • Beiting kosningalöggjafar í Bandaríkjunum: Mótun Repúblikanaflokksins á kosningalöggjöf sér í hag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður farið yfir kosningalöggjöf í Bandaríkjunum og reynt að varpa ljósi á hvernig hægt sé að beita henni til þess að reyna sigra kosningar. Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á hvernig Repúblikanar nota kosningalöggjöf til þess að bæla kosningaþátttöku ákveðinna hópa í samfélaginu. Það gera þeir til þess að reyna hafa áhrif á úrslit kosninga þeim í hag. Byrjað verður að fara yfir fræðilegan bakgrunn þar sem gert verður grein fyrir fyrirkomulagi kosningalöggjafar, sem er mestmegnis í höndum ríkjanna sjálfra. Skoðað verður ef hægt er að spá fyrir um hvaða hópar eru líklegri til að kjósa ákveðinn flokk er möguleiki að nota það í taktík sinni. Með því að hvetja hugsanlega stuðningsmenn til að greiða atkvæði en einnig til að draga úr kjörsókn þeirra sem eru kjósendur mótframbjóðenda. Flokkarnir tveir hafa mjög ólíka hópa sem teljast til stuðningsmanna þeirra. Sýnt verður fram á hvernig kosningalöggjöf getur verið notuð til þess að draga úr kjörsókn ákveðinni hópa þar sem kröfur til þess að kjósa geta verið um of fyrir marga. Kosningalöggjöf er mjög skautað málefni á milli flokkanna, þar sem Repúblikanar vilja herða kröfur til þess að koma í veg fyrir svindl og viðhalda lögmæti kosninga. Á meðan Demókratar halda því fram að lögin komi í veg fyrir að allir geti nýtt rétt sinn og kosið. Þetta verður haft til hliðsjónar þegar þrjú atriði kosningalöggjafar verða skoðuð. Þau eru skráning á kjörskrá, kosning utan kjörstaðar, sérstaklega með tilliti til þess þegar kjósendur senda atkvæði sitt með póstþjónustu, og að lokum löggjöf sem snýr að kröfum um skilríki sem forsenda fyrir kosningarétti. Sýnt verður fram á fjölbreytileika með því að bera saman löggjöf í ríkjum. Farið verður yfir áhrif sem slíkar löggjafir hafa á kjörsókn, muninn á stuðningi flokkanna við slíka löggjöf og skautun þar á milli. Umfjöllun um þessi atriði kosningalöggjafar verða síðan rædd í seinasta kaflanum með fyrsta kaflann í huga.

Samþykkt: 
  • 8.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BrynjaSigþórsdóttir - BA.pdf688.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirýsing Skemma undirritað.pdf99.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF