is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36948

Titill: 
 • Grunnur lagður að skimunartæki fyrir málþroskaröskun fullorðinna
 • Titill er á ensku First steps towards creating a screening tool for adult developmental language disorder
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessu meistaraverkefni er að leggja grunn að íslensku skimunartæki sem metur málþroskaröskun fullorðinna. Málþroskaröskun (e. developmental language disorder) felur í sér umfangsmikla erfiðleika í notkun og tileinkun máls vegna skertrar færni til tjáningar og/eða skilnings á tungumálinu. Málþroskaröskun helst að einhverju leyti í hendur við ADHD, einhverfu og hegðunarröskun og einstaklingar með málþroskavandamál eiga oft erfitt uppdráttar á fullorðinsaldri. Málþroskaröskun er algengasta taugaþroskaröskunin meðal barna (7%), en skortur er á matstækjum fyrir málþroskaröskun á fullorðinsaldri, bæði hér á landi og erlendis. Með því að þróa tæki sem skimar fyrir málþroskavanda á meðal fullorðinna er hægt að veita þeim einstaklingum sem glíma við vandamál viðeigandi stuðning og aukin tækifæri.
  Í rannsókninni sem hér er til umfjöllunar var sjónum beint að Modified Token Test (MTT) sem er í auknum mæli notað í rannsóknum á málþroskaröskun fullorðinna í enskumælandi löndum. Þar sem um er að ræða fyrsta skrefið í þróun á skimunartæki fyrir málþroskavanda fullorðinna var rannsóknin lögð fyrir þátttakendur úr almennu þýði. Rannsakandi þýddi MTT á íslensku og lagði fyrir þátttakendur ásamt mælitækjum sem meta málskining, lesblindu og tjáskiptafærni, auk annarra spurninga um málfærni, málþroska og lestur. Leitað var svara við því hvort dreifing skora á MTT sé nægileg til að nota prófið við skimun á málþroskaröskun meðal fullorðinna. Einnig voru tengsl MTT við önnur matstæki og mælingar rannsóknarinnar könnuð.
  Þátttakendur rannsóknarinnar voru 31 einstaklingur á aldrinum 18-30 ára. Þátttakendur þurftu ekki að vera með greiningu á málþroskaröskun, lestrarerfiðleikum eða öðrum frávikum í taugaþroska. Kallað var eftir þátttakendum á meðal nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, starfsmanna Félagsmiðstöðvarinnar Þorpsins og starfsmanna í Elkem Grundartanga.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að fylgni er á milli MTT og Setningafræðiprófsins en þær niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir að því leyti að þær gefa til kynna að MTT meti málskilning og heyrnræna úrvinnslu setninga. Dreifing á skori þátttakendanna á MTT bendir til þess að það sé næmt á einstaklingsmun í þeim hluta málfærni sem prófið mælir. Þessi rannsókn er skref í átt að þróun á fjölþátta matstæki sem getur mætt þörfum talmeinafræðinga víða, bæði í skólakerfinu og rannsóknum. Þar sem MTT metur einungis einn þátt málfærni (heyrnræna úrvinnslu) er það ekki nóg eitt og sér til að meta málþroskaröskun í heild sinni en er vissulega vænleg leið til skimunar.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to lay a foundation for the development of an Icelandic screening test for developmental language deficits in adults. Developmental language disorder (DLD) is characterized by extensive difficulties with expressive or receptive language. DLD frequently occurs comorbidly with ADHD, ASD and behavioural disorders and individuals with DLD frequently suffer from persistent problems in adulthood. DLD is one of the most common neurodevelopmental disorders, but standardized screening tests/assessments are not available for adults in Iceland or elsewhere. The development of a screening test for developmental language deficits in adults is important to ensure sufficient therapeutic services and support for individuals with developmental language disorder.
  For the following research project, the Modified Token Test (MTT) was the main focus. The decision to do so, was based on previous research, indicating that MTT can be used to identify language deficits in adults as a part of a short assessment battery. MTT was translated to Icelandic by the researcher and administered to participants along with an assessment of syntactic processing, an assessment of dyslexia and an assessment of communication abilities. Separate questions related to language ability, language development and reading were also included in the testing session. The main aim of this project was to investigate whether MTT scores would give us a reliable measure of distribution, appropriate to screen for DLD in adults. The association between MTT and other assessments used in this study was also investigated.
  Thirty-one adults, aged 18-30 years, participated in the study. The participants were recruited from the general population, at a junior college (Fjölbrautaskóli Vesturlands) in Akranes, a social centre (Þorpið) and at a factory that produces metals and materials (Elkem). Participation criteria was not based on DLD diagnosis or a diagnosis of other disorders.
  The results of the study show that scores on MTT are correlated with scores on a test of syntactic processing. These results are in line with previous studies indicating that MTT is sensitive to receptive syntactic processing. The distribution of MTT scores further suggest that the test is sensitive to individual differences in language processing. This research project is the first step towards creating a multifaceted assessment battery in Icelandic, which meets the needs of speech and language therapists in many domains, including the school system and in research. Since MTT assesses only one aspect of language skills, it should not be used alone to diagnose DLD, but can be used to screen for the disorder as a part of a short assessment battery.

Samþykkt: 
 • 8.9.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersverkefni Jensína.pdf4.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing lokaverkefni.pdf436.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF