Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36952
Ríkisstjórnarmyndun Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kom mörgum töluvert á óvart. Ástæða þess var meðal annars hversu hugmyndafræðilega frábrugðnir flokkarnir virtust vera. Í ritgerðinni er leitast við að svara ósvöruðum spurningum um hvers vegna flokkar mynda samsteypuríkisstjórnir með flokkum sem fyrirfram virðast hugmyndafræðilegir andstæðingar þeirra. Sérstaklega er þá litið til ríkisstjórnarmyndunarinnar árið 2017 og skoðað hvers vegna Vinstri græn mynduðu samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum umfram aðra flokka. Leitast er við að bæta núverandi þekkingu á íslenskum samsteypustjórnum með því að svara rannsóknarspurningunum. Kenningar um samsteypustjórnir (e. coalition theory, þ.e. stjórnsækni (e. office-seeking), stefnusækni (e. policy-seeking) og ráðherralíkanið (e. the portfolio-allocation model) eru kynntar. Þá er stjórnmálaumhverfi og atburðarás stjórnmála í aðdraganda og eftir kosningar einnig skoðað og hvernig það samræmist helstu kenningum. Notast er við ferilgreiningu (e. process tracing) við rannsóknina þar sem helstu gögn eru samtíma fjölmiðlaumfjöllun, stefna Vinstri grænna, málefnasamningur ríkisstjórnarinnar og viðtöl.
Niðurstöður sýna að stjórnsæknislíkanið og stefnusæknislíkanið skýra ekki nægilega vel hvers vegna flokkar sem virðast hugmyndafræðilegir andstæðingar mynda samsteypustjórnir saman. Þá skýra líkönin ekki hvað átti sér stað í ríkisstjórnarmynduninni árið 2017. Helsta forsenda stjórnsæknislíkansins sé ekki uppfyllt þar sem Vinstri græn virðast ekki vera fullkomlega stjórnsækinn flokkur. Stefnusæknislíkanið tekur þá ekki inn í myndina í hversu mörgum málefnavíddum stefna flokka er.
Ráðherralíkanið skýrir aftur á móti vel af hverju hugmyndafræðilega ólíkir flokkar starfa saman og hvað átti sér stað árið 2017. Flokkar semji um hver fái yfirráð yfir ákveðnum málefnaflokkum í stað samninga um hvert og eitt málefni. Þetta auðveldi samstarf þeirra. Þetta virðist hafa átt sér stað í ríkisstjórnarviðræðunum árið 2017 þar sem Vinstri græn fengu ákveðna málaflokka og gáfu upp aðra í staðinn. Líkanið skýrir þó ekki hvaða flokkar fái aðkomu að mögulegri samsteypu en orðstír flokka gerir það. Orðstír, hvort sem hann er jákvæður eða neikvæður hefur þá veigamikil áhrif á hvaða valkostir virðast vænlegir til samstarfs og virðist sem orðstír hafi mótað þá ríkisstjórn sem varð.
The formation of government by the Left-Green Movement (Vinstri græn), Independence Party (Sjálfstæðisflokkurinn) and Progressive Party (Framsóknarflokkurinn) came as a surprise to many. The reason for that was, among other things, how ideologically different the parties seemed to be. The dissertation seeks to answer questions about why parties form coalition governments with other parties that, at first glance, appear to be their ideological opponents. Special attention is paid to the formation of the Icelandic government in 2017 and it is examined why Left-Green Movement formed a coalition government with the Independence Party and the Progressive Party as opposed to other parties.
The intention is to improve current knowledge of Icelandic coalition governments by answering the research questions. Coalition Formation Theory, i.e. the office-seeking model, policy-seeking model and the portfolio-allocation model are introduced. The political environment and course of events taking place before and after the election are also examined in accordance with the leading theories. Process tracing is the prevailing method used in the dissertation, where the central data consists of contemporary media coverage, the policy of the Left-Green Movement, the government's coalition agreement, and interviews. The primary premise of the governing model is not fulfilled as the Left-Greens do not seem to be a fully office-seeking party. The policy-seeking model then does not take into account the number of policy dimensions.
The portfolio-allocation model, on the other hand, thoroughly explains why ideologically different parties work together and what happened in 2017. Parties negotiate who gets control over certain categories of issues instead of making agreements on each individual issue. This facilitates their cooperation. This seems to have taken place in the government formation in 2017, where the Left-Greens gained control over certain categories of issues and gave up others instead. However, the model does not explain which parties get to be involved in possible government formations, the repute of parties does. Repute, whether positive or negative, has a significant effect on which options seem promising for co-operation, and it seems that repute has shaped the government that emerged.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 514,77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_Adda.pdf | 296,8 kB | Lokaður | Yfirlýsing |