is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36954

Titill: 
  • Kynjahlutfall blaðamanna á netmiðlum: Fréttir skrifa karlar helst
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölmiðlar skipa stóran sess í daglegu lífi okkar. Þrátt fyrir að Ísland sé land sem stendur öðrum framar þegar kemur að jafnrétti kynjanna er staða þeirra á fjölmiðlamarkaði þó langt því frá að vera jöfn. Rannsóknir á fjölmiðlum hafa undanfarin ár ítrekað bent til þess að konur séu aðeins um 30% þeirra sem skrifa fréttir. Þar að auki hefur þetta hlutfall tekið afar litlum breytingum frá því fyrir aldamót. Í þessari rannsókn er kynjahlutfall blaðamanna á netmiðlum tekið fyrir. Rannsóknin stóð yfir í eina viku í lok maí þar sem fréttir af þremur netmiðlum voru greindar eftir kyni blaðamannsins. Einnig voru fréttirnar skoðaðar með tilliti til þess flokks sem þær tilheyrðu. Miðlarnir sem rannsakaðir voru eru Vísir, Mbl og fréttaveita Rúv. Fréttaflokkarnir voru Innlent, Erlent, Menning/afþreying, Viðskipti og Íþróttir
    Niðurstöðurnar fyrir alla þrjá miðlana í heild voru marktækar og einnig fyrir Vísi og fréttastofu Rúv út af fyrir sig. Niðurstöðurnar sýndu fram á að í heild var hlutfall blaðakvenna 29,8% og hlutfall blaðakarla 70,2%. Konur voru einnig í minnihluta í öllum flokkum, en greinilegur munur var á fjölda þeirra eftir því um hvaða flokk var að ræða. Þegar miðlarnir voru skoðaðar út af fyrir sig mátti sjá að hlutfallið var töluvert jafnara hjá Rúv en hinum miðlunum. Þetta má rekja til þess að Rúv er opinber fjölmiðill en Vísir og Mbl eru einkareknir. Um Rúv gilda því ákveðin lög þar sem stofnuninni er m.a. gert að halda hlut kynjanna sem jöfnustum í allri starfsemi.
    Niðurstöðurnar gáfu ekki tilefni til þess að ætla að hlutfall blaðakvenna hafi aukist síðan síðustu rannsóknir lágu fyrir. Aftur á móti kom í ljós að lagasetning um skyldu Rúv til þess að halda hlutverki kynjanna sem jöfnustu virðist skila árangri.

Samþykkt: 
  • 8.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.IðunnBrynjarsdóttir copy.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf13.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF