is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36955

Titill: 
  • Annar ófrískur, hinn á túr: Tilraunir til breytinga á tungumálinu í þágu jafnréttis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Femínísk málstýring (e. feminist language planning) er hugtak sem stundum hefur verið notað til að lýsa þeim breytingum sem jafnréttissinnar leitast við að gera á eigin máli og annarra til að gera öllum kynjum jafnhátt undir höfði. Hér er spurt: Hvaða tilraunir hafa verið gerðar í þessa veru á íslensku? Hver eru rökin fyrir því að gera slíkar breytingar á tungumálinu? Hvernig hefur þeim verið mætt og er yfir höfuð mögulegt að breyta málnotkun? Rýnt er í umræðuna síðastliðna áratugi, bæði hérlendis og erlendis, og tilraunir til breytinga á íslensku flokkaðar niður eftir eðli þeirra. Skoðuð eru rök með og á móti slíkum breytingum og m.a. fjallað um tengsl tungumáls og skynjunar. Niðurstöður benda til þess að skapandi notkun tungumálsins sem brýtur hefðbundnar málfræðireglur mæti talsverðri mótstöðu en tengslin milli tungumáls og skynjunar okkar eru mjög á reiki og rannsóknir sýna stundum misvísandi niðurstöður. Femínísk málstýring hefur verið stunduð á öðrum málsvæðum áratugum saman og oft heppnast með ágætum og því má vona að sú gróska sem ríkir um þessar mundir í þessum tilraunum á Íslandi verði árangursrík.

Samþykkt: 
  • 8.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Annar ófrískur hinn á túr-BA-HLV.pdf729.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_HLV.pdf289.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF