is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36961

Titill: 
 • Sala fjármálastofnana í eigu hins opinbera: Eru tækifæri fyrir spillingu í núverandi löggjöf?
 • Titill er á ensku The sale of publicly owned financial institutions: Does the current legislation incorporate opportunities for corruption?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tíu ár eru liðin frá því að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008 kom út. Í skýrslunni var m.a. rannsökuð einkavæðing ríkisbankanna og gagnrýndi rannsóknarnefndin margt í söluferlinu. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru áætlanir um að selja bæði Íslandsbanka og stóran hluta Landsbankans á kjörtímabilinu. Vegna Covid-19 var hætt við áformin. Samþykkt voru ný lög á Alþingi árið 2012 um sölu eignarhluta ríkisins á fjármálastofnunum. Árið 2018 kom út Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið og með útgáfu hennar og nýrra laga er lögð áhersla á að læra af mistökum fortíðar með því að hafa meira gagnsæi í söluferli fjármálastofnana og tryggja jafnræði meðal bjóðenda.
  Í ritgerðinni er rannsakað hvort það leynist tækifæri til spillingar í nýrri löggjöf um sölu fjármálastofnana í eigu hins opinbera. Gerð var eigindleg tilviksathugun og voru sérfræðingar í einkavæðingu inntir eftir áliti sínu á nýjum lögum. Niðurstaðan var sú að viðmælendur rannsóknarinnar töldu að núverandi löggjöf um sölu fjármálastofnana sé mikil breyting til batnaðar frá fyrra söluferli en þar liggi þó tækifæri til spillingar. Gerð var áhættugreining m.t.t. spillingar á þeim þáttum í löggjöfinni sem gagnrýndir voru af viðmælendum. Þetta var einnig gert með eldra söluferli. Byggist fræðilegur grunnur rannsóknarinnar á tveimur kenningum, annars vegar kenningu sameiginlegra aðgerða og hins vegar kenningunni um skynsamlegt val. Rætt verður um þriðju kenninguna sem er kenningin um hæfni embættismanna í skrifræði í tengslum við hugmynd höfundar að breytingum á söluferli fjármálastofnana. Gengur hugmyndin út á að takmarka möguleika til spillingar. Með efni rannsóknarinnar í huga er rætt um sögu bankanna og einkavæðingu þeirra og gagnrýni Rannsóknarnefndar Alþingis á framkvæmd einkavæðingar. Spilling er skilgreind og rætt er um ráðherraábyrgð og eftirlitshlutverk Alþingis. Rætt er um hvað felist í gæðum stofnana og yfir hvaða stjórntækjum kjörnir fulltrúar hafa yfir að ráða og hvernig hægt væri að nota þau til að draga úr spillingu. Einnig er stuttlega rætt um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa og siðareglur.
  Eldri hugsanir um spillingu ganga út frá því að einstaklingar sem taki þátt í slíku séu siðlausir. Í dag er frekar einblínt á gæði stofnana, þ.e. ef eftirlit er slakt, refsingar engar og litlar líkur að upp komist þá eru meiri líkur á því að einstaklingar falli í freistni og taki þátt í spillingu.

 • Útdráttur er á ensku

  The Special Investigation Commission´s report on the collapse of the Icelandic banking system was issued in 2010. It documents an extensive investigation on how the banks were privatized, a process criticized by the Commission. In a coalition agreement for the current cabinet, a clause concerning state owned banks stipulates reducing the banking system and liquidating both Íslandsbanki and Landsbanki Íslands during this term of office. Due to the Coronavirus, these plans have been canceled. Issued in 2018, the White Paper sets out a future vision for the financial system in Iceland emphasizing learning from past mistakes, increasing transparency and ensuring equality among bidders. In 2012, a new legislation on the selling of shares in state owned financial institutions was issued in Althingi. This thesis addresses a potential opportunity for corruption in the new legislation dealing with the selling of shares in state owned financial institutions. The research´s theoretical background is based on two theories, Rational Choice Theory and the Collective Action Theory. The third theory, Bureaucracy and Corruption, will be discussed in connection with the author´s idea of how to reduce corruption. A Case Study was constructed within a Qualitative research tradition. Experts in privatization were interviewed regarding the new legislation on the selling of financial institutions. The interviewees saw it as a great improvement from the previous sales process but noted a risk for corruption in the process. Considering the expert´s criticism, a risk analysis of corruption is presented in the findings. Additionally, the essay includes a discussion about privatization, a brief overview of the state owned banks’ history and their privatization and the contested concept of corruption will be defined and explained. Furthermore, the essay debates the Icelandic constitutional order, the supervisory capacity of Althingi and how it is constructed in relation with ministerial responsibility. The register of interests and a code of ethics for the members of Althingi will be deliberated. Finally, there is a discussion on what constitutes the integrity of institutions and what sort of Tools of Public Action elected representatives have to reduce corruption. Previously, ideas on corruption largely saw perpetrators as ethically flawed. In the current environment however, the focus tends to be on the integrity of institutions and their capacity to influence the probability of individuals engaging in corrupt behavior. Corruption in the public sector can occur if individuals have discretionary power, payoffs for corruption are large, supervision is rather low, punishment mild and the regulatory system ineffective. By changing the institutional environment there is a way to influence the level of corruption.

Samþykkt: 
 • 9.9.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_Auður.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing_undirrituð.pdf292.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF