Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36962
Hvað er í blýhólknum? er leikrit eftir rithöfundinn Svövu Jakobsdóttur en það er tímamótaverk sem kemur út árið 1970. Verkið er heimildarleikrit og ádeila á stöðu kvenna á Íslandi á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Hvað er í blýhólknum? rekur ævi húsmóðurinnar Ingu og baráttu hennar fyrir eigin menntun í heimi kapítalísks karlaveldis á Íslandi. Í þessari ritgerð verður stiklað á stóru yfir höfundarverk Svövu og þá sérstaklega sviðsverk hennar. Hvað er í blýhólknum? verður í forgrunni en það verður skoðað með hliðsjón af kvennabaráttunni á Íslandi og Rauðsokkahreyfingunni. Leikritið verður greint út frá femínískum stefnum og straumum leikhúsfræðanna á tuttugustu öldinni en skortur á sýnileika konunnar í hinu opinbera lífi og einangrun húsmóðurinnar verður sérstaklega tekinn fyrir. Viðbrögð almennings við verkinu verða skoðuð í lokin og mikilvægi þess undirstrikað sem ákall á þjóðfélagslegar breytingar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing_ljosmynd.pdf | 52,45 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Birgitta Björk Bergsdóttir - BA-ritgerð - Lokaskil.pdf | 473,72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |