is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36963

Titill: 
  • Þekking – falinn fjársjóður í ferðaþjónustu?: Yfirlit um aðferðir notaðar við þekkingarstjórnun í íslenskri ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umhverfi ferðaþjónustu er síbreytilegt og í því felast margþættar áskoranir. Skipulagsheildir sem þar starfa þurfa að vera viðbúnar að takast á við breytingar og áskoranir með árangursríkum hætti. Þekking gegnir þar lykilhlutverki því að hún getur skipt sköpum fyrir velgengni og samkeppnisforskot skipulagsheilda. Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að varpa ljósi á mikilvægi þekkingarstjórnunar í íslenskri ferðaþjónustu. Hér á landi hefur það viðfangsefni lítið verið rannsakað. Framkvæmd var eigindlega rannsókn til að skoða og reyna að skilja hvernig skipulagsheildir á sviði ferðaþjónustu hér á landi varðveittu og miðluðu þekkingu sinni. Gagnaöflun fór fram með ellefu hálfstöðluðum viðtölum sem tekin voru við stjórnendur og starfsmenn skipulagsheildanna. Rannsóknin leiddi í ljós að almennt voru skipulagsheildir innan ferðaþjónustunnar meðvitaðar um mikilvægi þekkingarstjórnunar. Allir viðmælendur svöruðu til dæmis að starfsmenn og þekking þeirra væri mikilvægasta auðlindin. Hins vegar vantaði töluvert upp á markvissa þekkingarstjórnun og aðgerðir til að miðla og varðveita þá þekkingu sem skapast. Algengast var að stjórnendur og starfsmenn notuðu tölvuforrit til að skrá niður þekkinguna. Rannsóknir sýna hins vegar að það er yfirleitt ekki árangursríkasta leiðin til að miðla leyndri þekkingu. Því var komið með hugmyndir að nýjum leiðum sem skipulagsheildir gætu tileinkað sér til að ná fram markvissari þekkingarstjórnun. Við það gætu þau náð enn meiri árangri og komist yfir þann leynda fjársjóð sem þekkingin er.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thekking_Falinn_fjarsjodur_i_ferðathjonustu.pdf774.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ThordisPetursdottir_Yfirlýsing_um_meðferð_stafræns_eintaks.pdf203.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF