is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36965

Titill: 
  • Lýðhyggja: Hvað fyllir á fóðurtrog hennar?
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fyrirbærið lýðhyggja skoðuð og reynt að svara spurningunni: Hvað gæti útskýrt auknar vinsældir lýðhyggju í vestrænum ríkjum og hvernig gætu fjölmiðlar tengst því? Ritgerðin byggir á kenningum sem á ensku nefnast „4D“ og eru smíðaðar af þeim Matthew Goodwin og Roger Eatwell, en þær eru taldar geta varpað ljósi á auknar vinsældir lýðhyggju. Hin 4D eru eftirfarandi á íslensku: aukið vantraust til fjórvaldsins, samfélagslegar breytingar sem ógn við sögulega menningu og lifnaðarhætti Vesturlanda, efnahagslegar breytingar vegna aukins hlutfallslegs skorts á Vesturlöndum og loks minnkandi tryggð fólks við hefðbundna flokka. Allir þættirnir fjórir hafa haft mismunandi áhrif og eru þau könnuð í þessari ritgerð. Einnig verða nokkrir útbreiddir fjölmiðlar skoðaðir, bæði hinir hefðbundnu t.d. BBC, New York Times og fleiri, en einnig óhefðbundnir miðlar og þá sérstaklega samfélagsmiðlar og internetið í heild sinni. Sýnt er fram á hvernig hefðbundnir miðlar hafa þurft að aðlaga sig að þeim síðarnefndu sem og hvernig það hefur mögulega ýtt undir vinsældir lýðhyggju. Samfélagsmiðlarnir sem eru skoðaðir eru Facebook, Twitter og YouTube. Eru þeir meðal hinna mest notuðu samfélagsmiðla í heild sinni svo ágætis yfirsjón næst með því að athuga þá. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að allir þættirnir fjórir (4D) eigi líklega þátt í auknum vinsældum lýðhyggju, en mismunandi vægi hvers þeirra geti verið ríkjandi í hverju landi fyrir sig, þó ákveðnar líkur séu á að samfélagslegar breytingar skipti hvað mestu. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eiga svo þátt í að auka sýnileika þeirra vandamála sem lýðhyggjumenn notfæra sér til að auka fylgi sitt.

  • Útdráttur er á ensku

    In this essay, the ideology of populism is examined and an attempt is made to answer the question: What could explain the increased popularity of populism in the Western world and how could the media relate to it? The essay is based on the 4D model by Matthew Goodwin and Roger Eatwell as a possible explanation. The 4Ds are as follows: Distrust of politicians and institutions, Destruction of the national group historic identity and established way of life, relative Deprivation as a result of rising inequalities of income in the West and finally the weakening bonds between the traditional mainstream parties and the people or De-alignment. All four categories have had different effects and are examined in this essay. The media will also be examined, both the traditional e.g. BBC, New York Times, etc. but also non-traditional media, especially social media and the internet as a whole. It shows how traditional media have had to adapt to them and how this has possibly contributed to the popularity of populism. The social media that were used are Facebook, Twitter and YouTube. They are among the most used social media as a whole so they can be expected to give a decent insight into the matter. The conclusion of this essay is that all those factors are probably involved in the increasing popularity of populism, but their weight is probably different from one country to another, although there is a certain probability that social changes matter the most. The media and social media are involved in increasing the visibility of the various problems that populists use to increase the support to them.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lýðhyggja BA-ritgerð Ragnar Jóhannsson 2805933389 8.sept pdf.pdf632.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_20200908_0001.pdf483.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF