is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36968

Titill: 
  • Vanlíðan, sendibréf og sjálfsmyndir: Sendibréf Þorláks Jónssonar frá Gautlöndum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um andlega líðan og sjálfsmyndir sem birtast í sendibréfum Þorláks Jónssonar frá Gautlöndum til fósturmóður sinnar Jakobínu Jónsdóttur Thomsen. Bréfin voru skrifuð á árunum 1889-1897 á meðan Þorlákur stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla. Hafnarlífið svokallaða gat verið mikil viðbrigði fyrir íslenska stúdenta sem komu úr fámennu íslensku sveitasamfélagi. Ekki gekk öllum íslenskum stúdentum vel að fóta sig í stórborgarlífinu, en Þorlákur féll í síki í Kaupmannahöfn aðfaranótt aðfangadags 1897. Bréf Þorláks til Jakobínu tóku mið af því hvaða sess hún skipaði í lífi Þorláks og honum var mikið í mun að hún hefði ekki áhyggjur af sér. Þrátt fyrir það var hún sá ástvinur á Íslandi sem hann gat skrifað um málefni sem stóðu honum nærri, og er því hægt að greina breytingar á sjálfsmynd og andlegri vanlíðan í bréfum Þorláks til hennar. Sjálfsmynd Þorláks sem birtist í bréfum hans til Jakobínu í upphafi náms í Kaupmannahöfn einkenndist af því að hann tókst sjálfsöruggur á við nýtt umhverfi eftir að hafa nýlega orðið fyrir foreldramissi. Hann hafði þó áhyggjur af ýmsu varðandi námsval, félagslíf og annað sem tengdist nýjum aðstæðum. Þjóðerni hans varð á sama tíma mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hans. Honum varð ekki ágengt í náminu og neyddist til að gera hlé á náminu vegna peningaleysis árið 1895. Stuttu eftir að hann kom aftur til Kaupmannahafnar árið 1896 lést Grímur Thomsen fósturfaðir hans og við bættust áhyggjur af kjörum Jakobínu. Eftir endurkomuna má greina mikla andlega vanlíðan, og óöryggi varðandi sjálfsmynd Þorláks, sem skammaðist sín fyrir að hafa enn ekki náð prófi.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Daníel-Godsk-Rögnvaldsson-BAchelor-in-Paradise.pdf425,88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf194,14 kBLokaðurYfirlýsingPDF