en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36970

Title: 
  • Title is in Icelandic Stytting námstíma til stúdentsprófs: Aðdragandi, stefnumótun og framkvæmd
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Árið 2014 gaf Mennta- og menningarmálaráðuneytið út Hvítbók um umbætur í menntun. Í Hvítbókinni er lagt til að skipulag stúdentsbrauta miðist við þriggja ára námstíma að jafnaði. Á þessum tíma hafði umræða um styttingu námstíma til stúdentsprófs staðið yfir hérlendis í á annan áratug og nokkrir framhaldsskólar höfðu þegar stytt námstíma til stúdentsprófs. Í kjölfar útgáfu Hvítbókarinnar var tekin sú ákvörðun að allir framhaldsskólar landsins styttu námstíma til stúdentsprófs og var þeirri vinnu lokið árið 2016. Þegar farið er í viðamiklar breytingar eins og styttingu námstíma til stúdentsprófs er mikilvægt að það liggi fyrir í upphafi hver eru markmið breytinganna og hvernig framkvæmd og eftirfylgni verður háttað. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar um umdeilda stefnubreytingu er að ræða og margir hagsmunaaðilar koma að málinu. Í ritgerð þessari er ferli styttingar námstíma til stúdentsprófs skoðað í ljósi kenninga um innleiðingu stefnu og árangursstjórnunar. Fjallað er um hvernig innleiðingin fellur að líkani Richard Matland um innleiðingu stefnu og innleiðingin skoðuð út frá kenningum og leiðsögn Harry P. Hatry um árangursstjórnun. Höfundur lagði könnun fyrir skólameistara allra framhaldsskóla um framkvæmd innleiðingarinnar hjá skólunum. Helstu niðurstöður voru að skólameistarar telja að undirbúningur fyrir styttingu námstíma til stúdentsprófs hafi ekki verið nægilegur og að margir aðilar málsins hafi verið ósáttir við styttinguna. Það hafi síðan leitt til þess að ekki hafi í öllum tilvikum tekist að móta heildarsýn um menntun, eldri áföngum hafi verið umbreytt án endurskoðunar í nýtt kerfi og námsefni þjappað saman. Einnig telja margir þeirra að eðlilegt hefði verið að skoða aðra möguleika áður en ráðist var í styttinguna. Þá telja skólameistarar nauðsynlegt að rannsaka betur hvaða áhrif stytting námstíma til stúdentsprófs hefur haft. Að síðustu er fjallað um stefnumótun, framkvæmd og hvað liggur fyrir um áhrif og árangur innleiðingarinnar. Niðurstaða ritgerðarinnar er að innleiðing stefnu um styttingu námstíma til stúdentsprófs stenst ekki kröfur og líkön, þeirra fræðimanna sem til skoðunar voru, um árangursstjórnun.

Accepted: 
  • Sep 9, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36970


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman.pdf302.26 kBLockedDeclaration of AccessPDF
Stytting námstíma til stúdentsprófs - lokaútgáfa.pdf1.52 MBOpenComplete TextPDFView/Open