is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36972

Titill: 
  • Breytilegt samræmi í þgf.-nf. setningargerðum í íslensku: Frá sjónarmiði sálfræðilegra málvísinda
  • Titill er á ensku Variable agreement in Icelandic DAT-NOM constructions: A psycholinguistic perspective
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Setningar í íslensku með frumlög í þágufalli og andlög í nefnifalli (þgf.-nf. setningargerðir) fela í sér valfrjálst tölusamræmi milli sagnarinnar og andlagsins. Samræmi við aukafallsfrumlög er vanalega málfræðilega rangt. Samt sem áður hafa rannsóknir (Árnadóttir & Sigurðsson 2013, Ussery 2017) tekið eftir tilfellum þar sem tölusamræmi er milli þágufallsfrumlags og sagnar. Ein tilgáta sem útskýrir þessar athuganir er að málbreyting frá orðasafnsfalli til formgerðarfalls valdi samræmi við þágufallsfrumlagið (Árnadóttir & Sigurðsson 2013). Rannsóknir í sálfræðilegum málvísindum hafa kannað slík tilfelli af óstöðluðu samræmi sem afleiðingu samræmisaðdráttaráhrifa (e. agreement attraction effect), þar sem hlutar setningarinnar aðrir en væntanlegt mark samræmis hafa áhrif á útreikning samræmis og valda samræmisvillum (sbr. Wagers, Lau & Phillips 2009 varðandi tölusamræmi, Paspali & Marinis 2020 varðandi kynsamræmi). Í þessari ritgerð er fjallað um samræmi í íslensku og hvort rannsóknir sálfræðilegra málvísinda á samræmisaðdráttaráhrifum geti varpað ljósi á óstöðluð tilvik samræmis. Notast var við hraðamatspróf (e. speeded grammaticality judgement task) til að kanna hvort samræmisaðdráttur hefur áhrif á útreikning samræmis í þgf.-nf. setningargerðum í íslensku. Annað markmið var að rannsaka mat á setningum með samræmi við nefnifallsandlag, með það fyrir augum að finna mælendur sem sýna samræmi við frumlagið. Niðurstöðurnar sýna bæði merki um aðdráttarahrif og samræmi við frumlagið hjá sumum mælendum. Samræmi við nefnifallsandlag er enn breytilegt, bæði milli mælenda og milli setninga fyrir sama mælandann. Þetta gildir jafnvel fyrir mælendur sem dæma óstaðlað samræmi málfræðilega rétt, sem bendir til þess að flókið samband sé á milli fallsbreytileika og samræmis.

  • Útdráttur er á ensku

    Icelandic DAT-NOM constructions, whose subjects are dative and objects are nominative, license optional number agreement between the verb and the object. Agreement with non-nominative subjects is standardly ungrammatical. Nonetheless, studies (Árnadóttir & Sigurðsson 2013, Ussery 2017) have noted cases of number agreement between a dative subject and a verb. One hypothesis to explain these observations argues that a grammatical change from lexical to structural case licenses agreement with the dative subject (Árnadóttir & Sigurðsson 2013). Studies in psycholinguistics have looked at such cases of non-standard agreement as the result of an agreement attraction effect, whereby elements of the sentence other than the expected goal of agreement influence the computation of morphosyntactic dependencies and cause agreement errors (cf. Wagers, Lau & Phillips 2009 for number agreement, Paspali & Marinis 2020 for gender agreement). In this thesis, I discuss research on agreement in Icelandic and explore how psycholinguistic studies on agreement attraction effects may shed light on the observed variability. Using a speeded grammaticality judgement task, I test the hypothesis that an attraction effect influences the computation of agreement in DAT-NOM constructions in Icelandic. A second goal was to test the acceptability of nominative object agreement and identify speakers who may be licensing true subject-verb agreement. The experiment results showed both evidence for an attraction effect and grammaticalized agreement with the subject in some speakers. Nominative object agreement continues to be unstable in terms of interspeaker and intraspeaker variation, even for those who strongly accept non-standard subject agreement, suggesting a complicated relationship between case variation and agreement.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Shaw_2020_MA.pdf699.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Shaw_skemman_yfirlysing.pdf255.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF