is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36973

Titill: 
  • Félagsauður: Gagnleg viðbót í verkfærakistu hagfræðinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagsauður hefur fengið síaukna athygli í félagsvísindum undanfarna áratugi og er fyrirbærið þverfræðilegt. Vöntun á formlegri skilgreiningu og ólík nálgun frá mismunandi fræðigreinum hefur kallað fram gagnrýni á hugtakinu og eflaust dregið úr áhrifum þess á fræðin. Félagsauður er í víðtækum skilningi, þáttur í félagslegum tengingum milli einstaklinga sem auðveldar aðgerðir. Hér verður fjallað um félagsauð með áherslum hagfræðinnar og leitast við að svara því hvort félagsauður sé gagnleg viðbót í verkfærakistu hagfræðinga. Félagsauður er þá borinn saman við aðrar gerðir auðs ásamt því að kanna hvort og þá hvernig hann hefur áhrif á hagræna hegðun og ákvarðanatöku og út frá því meta hvort félagsauður eigi heima við hlið hugtaka á borð við mannauð og efnislegan auð í viðfangsefnum hagfræðinnar. Tilgangur ritgerðarinnar er að nálgast hagfræðina með öðrum hætti en hefðbundið er og auðga þekkingu á félagslegri vídd í valröðun einstaklinga. Þrátt fyrir hagfræðilega nálgun í þessari ritgerð er ekki horft fram hjá öðrum greinum félagsvísinda, enda hefur félagsauður verið skilgreindur og rannsakaður af félagsvísindamönnum þvert á fræðigreinar og er þekking þeirra allra gagnleg til að öðlast dýpri skilning og heildstæðari mynd af fyrirbærinu.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félagsauður. Gagnleg viðbót í verkfærakistu hagfræðinga.pdf960.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf49.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF