is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36974

Titill: 
  • Dagatalsáhrif: Eru mynstur tengd dagatalinu í ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir ítarlegri rannsókn á tilvist dagatalsáhrifa á íslenskum hlutabréfamarkaði. Kannað var hvort greina mætti janúar-, mánudags-, hátíðar- og mánaðamótaáhrif í ávöxtun Úrvalsvísitölunnar á tímabilinu frá ársbyrjun 1993 til ársloka 2019. Notast var við línulega aðhvarfsgreiningu með gervibreytum og Kruskal-Wallis próf. Helstu niðurstöðurnar eru þær að dagatalsáhrifa gætir að nokkru marki á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þannig eru vísbendingar um að hlutabréf skili hærri ávöxtun í janúar samanborið við aðra mánuði ársins. Niðurstöðurnar sýna enn fremur að hlutabréf skili lægri ávöxtun á mánudögum samanborið við aðra vikudaga. Jafnframt benda þær til þess að hlutabréf hafi skilað hærri ávöxtun daginn fyrir hátíðir samanborið við aðra daga ársins en að mynstrið sé nú horfið. Loks benda niðurstöðurnar til þess að hlutabréf hafi skilað hærri ávöxtun fyrir og lægri ávöxtun eftir mánaðamót samanborið við aðra daga mánaðarins en að mynstrið hafi dvínað eða horfið. Á heildina litið virðast dagatalsáhrif vera tíðari á íslenskum hlutabréfamarkaði en áður var talið.
    Niðurstöðurnar geta haft mikilvæga þýðingu fyrir fjárfesta þar sem tilvist dagatalsáhrifa bendir til þess að þeir geti gert betur en markaðurinn með því að tímasetja viðskipti út frá viðskiptareglu sem byggir á dagatalinu. Slíkt samræmist þó illa tilgátunni um skilvirka markaði.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dagatalsahrif_halldorgr.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf41.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF