en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3698

Title: 
  • is Að takast á við hegðunarvanda í grunnskóla með heildstæðum aðferðum
Abstract: 
  • is

    Í ritgerðinni er fjallað um heildstæðu agastjórnunarnálganirnar Positive Behavior Support (PBS) sem á íslensku hefur verið þýtt sem Stuðningur við jákvæða hegðun og Uppeldi til ábyrgðar (Restiturion – Self discaplin) einnig nefnd uppbyggingarstefna. Nálganirnar hafa rutt sér til rúms í grunnskólum hér á landi síðustu 6-8 ár en byggja á mjög ólíkum hugmyndafræðilegum grunni.
    Í mars 2009 höfðum við samband við skóla sem hafa innleitt sitt hvora nálgunina og tókum viðtöl við forsvarsmenn þeirra og þrjá starfandi kennara, einn á hverju aldursstigi. Markmiðið var að skoða hvernig nálganirnar reynast kennurum í starfi. Niðurstöður gefa til kynna að í báðum skólum skynja forsvarsmenn og kennarar breytingu til hins betra á skólabragnum í heild. Almenn ánægja ríkir meðal kennara þar sem uppbyggingarstefnan er við lýði, þeir telja að hún geri þá sjálfa öruggari í starfi og virki vel á alla nemendur. Í PBS skólanum kom fram greinilegur munur eftir aldursstigum. Kennarar á yngsta- og miðstigi telja nálgunina jákvæða, hún styrki þá í starfi og virki vel á flesta nemendur. Kennari á unglingastigi telur hana alls ekki henta fyrir nemendur á því aldursstigi, þeir sjái í gegnum kerfið og líti jafnvel á umbun sem mútur.
    Lykilorð: Stuðningur við jákvæða hegðun, uppbyggingarstefnan, heildstæð aðferð.

Accepted: 
  • Sep 28, 2009
URI: 
  • is http://hdl.handle.net/1946/3698


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni-skil.pdf793.66 kBOpenHeildartexti PDFView/Open