is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36980

Titill: 
  • Konur í krísu: Hinsegin tími og rými í tveimur nýlegum skáldsögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um tvær nýlegar skáldsögur, Kópavogskróniku eftir Kamillu Einarsdóttur og Millilendingu eftir Jónas Reyni Gunnarsson, sem eiga það sameiginlegt að fjalla um konur í sjálfsmyndarkrísu. Farið verður yfir síðnútímann og hvernig hinsegin fræði spretta út frá honum. Einnig verður fjallað um þriðju bylgju femínismans, hvernig hann á í samspili við síðnútímann og gagnrýni hans á þröngar skilgreiningar á hugtakinu farsæll kvenleiki. Þá verður notast við hugtök Halberstam um hinsegin tíma og rými sem eru hugtök innan hinsegin fræðanna. Fjallað verður um sjálfsmyndarkrísu aðalpersónanna og verður hún skoðuð út frá þeirri togstreitu sem einkennir líf kvenna í síðnútímanum. Skoðað verður hvernig aðalpersónurnar lifa í hinsegin tíma og rými sem getur verið einkenni, eða hluti af, leit aðalpersónanna af sjálfum sér og stað sínum í veröldinni. Leitast verður við að útskýra hvernig sjálfsmyndakrísa aðalpersónanna birtist, hvaða orsakir gætu legið að baki og hver birtingarmynd krísunnar er í hverju tilviki.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Konur í krísu.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlysing.pdf220.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF