is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36981

Titill: 
  • Opinber stefnumótun á grunni atferlisfræða: Geta hnippingar aukið úrgangsflokkun?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsakað var hvort hægt sé að nýta hnippingar í opinberri stefnumótun hérlendis. Almenn umfjöllun varpar ljósi á hvers vegna þekking úr atferlisfræðum sé notuð í stefnumótun erlendis, með hvaða hætti það sé gert og hvenær það þyki réttlætanlegt. Þá var framkvæmd tilviksrannsókn á úrgangsflokkun heimila til að leggja mat á hvort og hvernig hnippingar gætu bætt árangur stjórnvalda á því sviði. Notast var við úttekt á aðferðum sveitarfélaga við úrgangsstjórnun og niðurstöður rannsókna til að leggja mat á tækifæri og mögulegan ávinning af notkun hnippinga.
    Niðurstöður sýna að hnippingar geti aukið úrgangsflokkun heimila og bætt framkvæmd og árangur opinberrar stefnumótunar. Sveitarfélögin beita nú þegar aðferðum sem flokkast sem hnippingar en með ólíkum og óskipulögðum hætti. Skortur á áreiðanlegri úrgangstölfræði frá sveitarfélögum kom í veg fyrir gerð samanburðarrannsóknar sem hefði gefið nánari vísbendingar um áhrif hnippinga á úrgangsflokkun hérlendis. Því er lagt til að fjárfest verði í uppbyggingu þekkingar á atferlisfræðum og aðferðum gagnreyndrar stefnumótunar innan stjórnsýslunnar til þess að hnippingar geti orðið eitt af stefnutækjunum sem stjórnvöld geti beitt samhliða hefðbundnari tækjum á borð við lagasetningu og hagræna hvata.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_ÁstaBjarnadóttir_080920.pdf4.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_ÁstaBjarnadóttir.pdf190.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF