is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36983

Titill: 
  • Lýta- og fegrunaraðgerðir. Persónuleg ákvörðun eða samfélagslegur þrýstingur?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lýta- og fegrunaraðgerðir er sú sérhæfing innan læknisfræðanna sem er í mestum uppgangi í Bandaríkjunum í dag. Sjúklingahópurinn verður sífellt fjölmennari og fjölbreyttari og aðgerðirnar eru margvíslegar. Saga lýtaaðgerða er löng, en vegna framfara í læknavísindum hefur þeim fleygt fram síðustu áratugina. Í dag eru fáir líkamshlutar undanskildir verksviði þeirra, en um það verður fjallað út frá kenningum um sjúkdómsvæðingu og áhrifa neyslumenningar á líkamann.
    Í þessari ritgerð er fjallað um lýta- og fegurðaraðgerðir kvenna, bæði út frá kenningum um persónulegt val einstaklinga í heimi sem tilbiður fegurð og út frá kenningum um fegurð sem samfélagslega pressu og kúgandi afl feðraveldis. Fjallað verður um sögu lýta- og fegrunaraðgerða og farið verður í tölfræði um lýtaaðgerðir í Bandaríkjunum og Bretlandi, en erfitt er að áætla um fjölda framkvæmdra aðgerða á Íslandi. Eftir það er fjallað um fegurð og lýtaaðgerðir í ljósi kenninga póstmódernískra kennismiða sem telja mikla einföldun að fjalla um fegurð eingöngu sem kúgandi afl feðraveldis og vilja frekar horfa á virkni einstaklings í heimi þar sem fegurð hefur skiptagildi og fegurð því valdeflandi. Í síðari hluta ritgerðarinnar eru lýta- og fegrunaraðgerðir skoðaðar út frá kenningum um ögunarvald samfélagsins yfir þegnum sínum og kenningum um fegurðarmýtu, þar sem konum er hyglt fyrir að reyna að uppfylla hugmyndir um kvenlega fegurð, en refsað fyrir að mistakast það. Skoðað er hvernig lýta- og fegrunaraðgerðir eru venjugerðar bæði í orðræðu og menningarefni.

Samþykkt: 
  • 9.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAnnSKEMMAndi.pdf824.86 kBLokaður til...01.06.2050HeildartextiPDF
Skemman yfirlýsing .pdf138.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF